23.10.2018
Hertz-deild kvenna hefst í kvöld og er það sameinað meistaraflokkslið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins sem tekur á móti SA Ásynjum. Hefst leikur kl 19:45 og streymt verður beint frá Skautahöllinni í Laugardal.
19.10.2018
Skautafélag Akureyrar hefur óskað eftir félagaskiptum fyrir Jordan Steger frá Belgíu og Markus Laine frá Finlandi.
Skautafélag Reykjavíkur hefur óskað eftir félagaskiptum fyrir Richard Kovarik frá Tékklandi.
18.10.2018
SA Víkingar eru komnir til Riga og taka þátt í annarri umferð í Evrópukeppni félagsliða, eða Continental Cup.
Fyrsti leikur SA Víkinga er á föstudaginn 19. október. Mótherji Kurbads Riga
Annar leikur SA Víkinga er á laugardaginn 20. október. Mótherji HC Donbass
Þriðji leikur SA Víkinga er á sunnudaginn 21. október . Mótherji Txuri Urdin San Sebastian
17.10.2018
Dómaranefnd Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) er tilbúin að halda dómaranámskeið fyrir leikmenn aðildarfélaga ÍHÍ.
17.10.2018
Fjölnir/Björninn tekur á móti SR í Hertz-deild karla.
Leikur hefst kl 18:50 í Egilshöll, laugardaginn 20. október.
16.10.2018
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. október, er íshokkíleikur í Íslandsmóti U20. Fjölnir/Björninn tekur á móti SR og hefst leikur kl 19:45 á skautasvellinu í Egilshöll.
11.10.2018
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa skipulagt landsliðsæfingar sem hér segir;
7. til 9. desember 2018. Landsliðsæfing og æfingaleikur. Áætlað er að landslið Íslands keppi á móti úrvalsliði erlendra leikmanna.
29. til 31. mars 2019. Landsliðsæfing í Reykjavík.
11.10.2018
Aðildarfélög Íshokkísambands Íslands hafa óskað eftir félagaskiptum fyrir neðangreinda leikmenn.
Félagaskiptagjald hefur verið greitt og leikheimild gefin út.
14.04.2018
Tveir leikir fara fram um helgina í Íslandsmóti 2.fl.
Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur.
Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 14. april kl 16:30 og síðari leikurinn fer fram kl 10:30 á sunnudagsmorgun.
09.04.2018
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar hafa valið loka hóp karla landslið Íslands í íshokkí sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí, sem hefst 23. apríl næstkomandi í Hollandi.