Fréttir

Þrautabraut 2015

ÍHÍ ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandinu stóð fyrir Þrautabraut 2015 en keppnin er forkeppni fyrir úrtökumót vegna Ólmpíuleika ungmenna sem fram fer í Lillihammer í Norgi árið 2016.

Barnamót í Laugardalnum

Nú fer hver að verða síðastur til að koma og horfa á íshokkí því um helgina fer fram síðasta mótið í mótaskrá ÍHÍ.

Mjótt á munum í lokaleik mótsins

Það var fyrirfram vitað að leikurinn á móti Rúmenum yrði erfiður enda höfðu þeir ekki tapað leik á mótinu. En líkt og í öðrum leikjum mótsins var jafnræðið ríkjandi og eftir venjulegan leiktíma var staðan 2 – 2. Jafntefli á móti Rúmeníu er vissulega Íslands besti árangur gegn þeim og sömuleiðis fyrsta skiptið á mótinu sem Rúmenar misstu stig. Þetta eina stig dugaði Íslandi ekki og því var mikilvægt að ná aukastiginu en það hefði þýtt silfurverðlaun. Því miður voru það Rúmenar sem náðu því og innsigluðu þar með sigur sinn í riðlinum og í stúkunni fögnuðu Serbarnir og Belgar gríðarlega.

HM 2015 - Lokadagur

Nú er runninn upp lokadagurinn á HM karla 2015 sem fram fer í skautahöllinni í Laugardal. Úti er ekkert sérstakt veður og því kjörið tækifæri til að skella sér niður í skautahöll og horfa á eitthvað af þeim leikjum sem eftir eru.

Stórsigur á Ástralíu 6 - 1

Eftir ósigur gegn Serbíu var íslenska liðið komið upp við vegg og því mikilvægt að eiga góðan leik gegn Ástralíu. Síðustu viðureignir þjóðanna hafa hins vegar verið mjög jafnar og í síðustu þrjú skipti var staðan 2 – 2 eftir venjulegan leiktíma. En í gær var eitthvað allt annað uppi á teningnum og stákarnir vistust staðráðnir í að tryggja sér sætið sitt í riðlinum.

Ástralía - Ísland leikur kvöldsins

Íslenska liðið leikur í kvöld sinn fjórða leik á HM þegar liðið mætir Áströlum og hefst leikurinn klukkan 20.00 einsog fyrri leikir liðsins.

Tap gegn Spánverjum í gærkvöldi

Í gærkvöldi urðu okkar menn að lúta í gras fyrir kraftmiklum Spánverjum. Leikurinn var hins vegar jafn og spennandi og með smá heppni hefðu úrslitin getað verið allt önnur. Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrstu lotu þegar Spánverjar nýttu sér liðsmuninn á meðan íslenska liðið sat af sér refsingu. Fljótlega í 2. lotu juku þeir forskotið í 2 – 0, þá ekki í „power play“ en aðeins sekúndum eftir að okkar maður kom úr refsiboxinu.

Leikur kvöldsins

Næsti leikur strákanna er í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal kl 20:00 þegar liðið mætir Spánverjum. Spánverjar komu upp um deild á þessu ári og því léku liðin ekki á liðnu tímabili.

Góður sigur í gær, grátlegt tap í dag.

Mótið fór vel af stað í gær með góðum 3 – 0 sigri á Belgum í opnunarleik mótsins. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði sett mótið hófust átökin, en ekki dróg til tíðinda fyrr enn í þriðju lotu. Þá opnaði Björn Róbert Sigurðarson markareikninginn með sigurmarkinu eftir sendingar frá Agli Þormóðssyni og Pétri Maack. Hin mörkin tvö voru í tómt markið þar sem gestirnir freistuðu þess að þyngja sóknina á lokamínútunum og tóku markmanninn í staðinn úr markinu. Mörkin skoruðu Emil Alengard og Jón Gíslason eftir sendingar frá Birni Róberti og Ingvari Jónssyni. Góður baráttusigur gegn góðu liði Belga.

Ísland - Serbía leikur kvöldsins

Íslenska landsliðið mætir í kvöld liði Serbíu á HM sem haldið er í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00