Fréttir

Hokkístelpur í Helsinki

Nú hafa 14 íslenskar hokkístelpur á aldrinum 13-18 ára lokið keppni á alþjóðlegu móti „Legendary Selects“ sem fram fór í Helsinki dagana 25.-29.júlí. Þessi kvennahokkílið eru svokölluð Selects lið sem eru skipuð leikmönnum sem koma frá ólíkum hokkíliðum víðsvegar að en stelpurnar eru valdar til þátttöku á mótinu. Þátttökuliðin voru Ísland, Selects Norður Ameríka, sem er blandað lið skipað leikmönnum frá Bandaríkjunum og Kanada, Selects Finnland/Rússland og að lokum Selects Evrópa sem er blandað lið frá Evrópu en að mestu skipað leikmönnum frá Svíþjóð. Íslenska liðið var að mestu skipað leikmönnum frá Skautafélagi Akureyrar en einnig leikmönnum frá SR og Birninum, tveir íslenskir leikmenn komu erlendis frá, frá Noregi og Kanada.

Maksymilian Jan Mojzyszek - markmanns þjálfunarbúðir í Tékklandi

Maksymilian Jan Mojzyszek, 17ára markmaður Bjarnarins fór til Ostrava- Poruba Tékklandi fyrr í sumar og var þar í þjálfun hjá Petr Mrazek sem spilar með Detroit Red Wings og landsliði Tékklands. Hér eru upplýsingar um Petr Mrazek. Í þessum æfingabúðum voru um 20 drengir, aðallega frá mið og austur evrópu. Maksimilian fór einnig í sumar til Tychy í Póllandi í íshokkí æfingabúðir.

Vierumaki - IIHF æfingabúðir

Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) er með æfingabúðir í Vierumaki, Finlandi, þessa vikuna. Þrír íslendingar taka þátt í æfingabúðunum, Kári Arnarsson úr Skautafélagi Reykjavíkur, Róbert Máni Hafberg úr Skautafélagi Akureyrar og svo yfirtækjastjóri Íshokkísambands Íslands Marcin Mojzyszek sem er einnig félagsmaður Bjarnarins í Egilshöll.