Fréttir

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði norðan og sunnan heiða. Hún hefst strax í kvöld þegar SR og Björninn mætast í 4. flokki en þetta er fyrsti leikurinn í mótinu en alls eru leikirnir tólf sem leiknir verða næstu daga.

Uppfærð mótaskrá

Stjórn ÍHÍ samþykkti á síðasta fundi sínum að spilað skyldi með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári.

Björninn - Víkingar umfjöllun

Björninn og Víkingar mættust á íslandsmóti karla í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu átta mörk gegn einu marki heimamanna í Birninum.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Víkinga sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mættust á íslandsmóti kvenna sl. laugardag og fór leikurinn fram á Akureyri.

Víkingar - SR umfjöllun.

Víkingar mættu Skautafélagi Reykjavíkur á Akureyri í meistaraflokki karla sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum SR-inga.

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni markar þau tímamót að að henni lokinni er íslandsmótið, bæði í kvenna- og karlaflokki hálfnað. Tveir leikir eru á dagskránni og fara þeir báðir fram á Akureyri.

Húnar - SR Fálkar umfjöllun

Húnar báru í kvöld sigurorð af SR Fálkum með þremur mörkum gegn einu á íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn fór fram í Egilshöll. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en með sigrinum lyftu Húnar sér upp í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig en næstir fyrir ofan þá er Víkingar með sextán stig.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Húna og SR Fálka og fer hann fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

ÆK-hópur kvenna - breyting

Gerð hefur verið ein breyting á æfingahópi kvennalandsliðsins.