Fréttir

Félagsskipti

Hertz-deild kvenna hafin

Fyrsti leikur í Hertz-deild kvenna í íshokkí fór fram í gær í Laugardalnum þegar áttust við lið Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og mikil barátta átti sér stað af hálfu beggja liða en honum lauk með sigri Skautafélags Akureyar sem skoruðu 6 mörk á móti 2 mörkum liði Reykjavíkur.

Þjálfarar íshokkí kvenna

Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Jouni Sinikorpi um aðstoðarþjálfarastöðu kvennalandsliðsins. Aðalþjálfari landslið kvenna er Jón Benedikt Gíslason hjá Skautafélagi Akureyrar og munu þeir félagar stýra landsliðinu í vetur og stefna á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Brasov, Rúmeníu 1. til 7. apríl 2019. Mótherjar Íslands verða Nýja Sjáland, Taiwan, Króatía, Rúmenía og Tyrkland.

Landsliðsæfingahópur kvenna 2018

Landsliðsæfingahópur kvenna hefur verið valinn og landsliðæfing verður á Akureyri um næstu helgi eða 26. - 28. október. Mæting er í Skautahöllina á Akureyri föstudaginn 26. október kl 19:30.

Hertz deild kvenna hefst í kvöld

Hertz-deild kvenna hefst í kvöld og er það sameinað meistaraflokkslið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins sem tekur á móti SA Ásynjum. Hefst leikur kl 19:45 og streymt verður beint frá Skautahöllinni í Laugardal.

Félagaskipti

Skautafélag Akureyrar hefur óskað eftir félagaskiptum fyrir Jordan Steger frá Belgíu og Markus Laine frá Finlandi. Skautafélag Reykjavíkur hefur óskað eftir félagaskiptum fyrir Richard Kovarik frá Tékklandi.

Continental Cup - SA Víkingar komnir til Riga

SA Víkingar eru komnir til Riga og taka þátt í annarri umferð í Evrópukeppni félagsliða, eða Continental Cup. Fyrsti leikur SA Víkinga er á föstudaginn 19. október. Mótherji Kurbads Riga Annar leikur SA Víkinga er á laugardaginn 20. október. Mótherji HC Donbass Þriðji leikur SA Víkinga er á sunnudaginn 21. október . Mótherji Txuri Urdin San Sebastian

Dómaranámskeið Íshokkísambands Íslands

Dómaranefnd Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) er tilbúin að halda dómaranámskeið fyrir leikmenn aðildarfélaga ÍHÍ.

Hertz-deild karla heldur áfram og nú er það Egilshöll

Fjölnir/Björninn tekur á móti SR í Hertz-deild karla. Leikur hefst kl 18:50 í Egilshöll, laugardaginn 20. október.

Íslandsmót U20

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. október, er íshokkíleikur í Íslandsmóti U20. Fjölnir/Björninn tekur á móti SR og hefst leikur kl 19:45 á skautasvellinu í Egilshöll.