Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Jouni Sinikorpi um aðstoðarþjálfarastöðu kvennalandsliðsins. Aðalþjálfari landslið kvenna er Jón Benedikt Gíslason hjá Skautafélagi Akureyrar og munu þeir félagar stýra landsliðinu í vetur og stefna á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Brasov, Rúmeníu 1. til 7. apríl 2019. Mótherjar Íslands verða Nýja Sjáland, Taiwan, Króatía, Rúmenía og Tyrkland.
Jouni Sinikorpi er frá Finnlandi, fæddur í janúar 1987 og fluttist til Íslands sumarið 2018. Jouni hefur um árabil þjálfað unglingalið Helsinki Jokerit. Jouni er aðalþjálfari sameinaðs meistaraflokkslið kvenna, Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur. Sameinaða liðið hefur verið kallað Reykjavík innan hreyfingarinnar og æfir liðið í Egilshöll og Skautahöllinni í Laugardal.
Jussi Sipponen er aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar. Hann er íslendingum vel kunnur, enda hefur hann búið hér á landi um árabil og stefnir á að verða íslenskur ríkisborgari og eiga þannig möguleika á að spila fyrir Íslands hönd með landsliði karla í íshokkí.
Jussi Sipponen, Jouni Sinikorpi og Jón Benedikt Gíslason eru því mennirnir á bakvið þjálfun íslenskra meistaraflokkskvenna á Íslandi þetta árið. Spennandi tímar framundan, Hertz-deild kvenna ný hafin og heimsmeistaramót framundan.
Nauðsyn er fyrir þá félaga að hafa sterkt bakland og vonandi eigum við Íslendingar eftir að fjölmenna á kvenna leikina í vetur og taka virkan þátt í uppbyggingu kvenna hokkí á Íslandi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá, Finnana tvo, Jussi Sipponen til vinstri og Jouni Sinikorpi til hægri.