Hér er að verða til upplýsinga síða fyrir ferð kvennalandsliðs Íslands í íshokkí til Póllands þar sem að liðið tekur þátt í Heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins í styrkleikaflokki 2A. Keppnisdagarnir eru 7. til 13. apríl 2025.
Aðalþjálfari liðsins er Jón Benedikt Gíslason
Aðstoðar þjálfari Kim McCollough
Í þessum riðli sem leikin verður í Bytom Pólandi, leikum við gegn Mexíkó, Spáni, Kínverska Taipei, DPR Kóreu ásamt heimamönnum Pólverjum.
Fyrirhugað er að liðið leggi upp í ferðina 3. apríl og haldi til Riga í Lettlandi þar sem leikin verður æfingaleikur við heimamenn Letta. síðan verður farið niður til Pólands á HM. Heimferð er áætluð 14. apríl og verður þá flogið í gegnum Frankfurt og heim.
Nánari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem fram vindur.