Á árinu 2025 sendir Íshokkísambandið undir 18 ára pilta lið til keppni í Heimsmeistaramóti, 3deild B á vegnum Alþjóða íshokkísambandsins. Leikið verður að þessu sinni í Mexíkóborg í Mexíkó. Keppnisdagarnir eru frá 2. til 8. mars 2025. Löndin sem við komum til með að keppa við eru: Hong Kong (Kína), Ísrael, Nýja Sjáland, Tyrkland og heimamenn Mexíkó ásamt okkur. Leiknir eru 5 leikir á 7 dögum sem er nokkuð mikið álag.
Aðalþjálfari liðsins er Martin Šimánek sem leikið hefur með Fjölni síðustu ár.
Kristján Sturluson á Akureyri verður aðal-fararstjóri liðsins. Hann tekur á næstu vikum við starfi sem svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi eystra.
Liðið sem valið var eftir nýliðnar æfingabúðir.
Æfingabúðir liðsins voru í Egilshöll 7. til 9. febrúar síðastliðinn. Eftirtaldir leikmenn voru valdir í kjölfarið í 20 manna hóp sem heldur til Mexíkó 27. febrúar næstkomandi.
Markmenn
Sigurgeir Söruson (07) SA
Haraldur Nickel (09) SR
Varnarmenn
Aron Ingason (08) SA
Elvar Skúlason (08) SA
Finnur Finnsson (09) SA
Magnús Sigurólason (09) SA
Tryggvi Snævarsson (09) FJÖ
Gabriel Benjamínsson (07) SA
Framherjar
Stefán Guðnason (07) SA
Bjarmi Kristjansson (07) SA
Þorleifur Rúnar Sigvaldason (07) SA
Bjarki Jóhannsson (07) SA
Helgi Bjarnason (08) SR
Alex Ingason (08) SA
Mikael Eríksson (09) SA
Þorsteinn Garðarson (09) SR
Bjartur Westin (08) SA
Sölvi Blöndal (09) SA
Askur Reynisson (09) SA
Gabriel Egilsson (09) FJÖ
Fararstjórn liðsins er svona skipuð:
Kristján Sturluson fararstjóri, 846 3535, kristjan.sturluson@gmail.com
Jóhann Þór Jónsson bráðatæknir
Karvel Þorsteinsson tækjastjóri
Martin Šimánek aðalþjálfari
Eduard Kascak aðstoðarþjálfari
--------
Flogið verður út 27. febrúar næstkomandi í gegnum Chicago, og svo áfram til Mexícó borgar. Heimleiðin 9. febrúar er síðan frá Mexíkó borg til New York og svo áfram heim.
FI 853 S 27FEB KEFORD 1645 1720
AM 689 T 28FEB ORDMEX 0108 0545
AM 402 L 09MAR MEXJFK 0905 1555
FI 614 M 09MAR JFKKEF 2025 0610+1
Vinsamlega athugið að ÍHÍ þarf að fá eftirtaldar upplýsingar frá leikmönnum og fararstjórum vegna þess að flogið er í gegnum Bandaríkin. vinsamlega sendið þessar upplýsingar á Kristján fararstjóra.
Svo þurfa allir aðilar að sækja um ESTA til þess að vera hleypt upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna.
Ofantaldar upplýsingar ásamt afriti af ESTA staðfestingu þarf að senda á Kristján Sturluson fararstjóra sem fyrst. (netfang hans og sími hér fyrir ofan)
Kostnaðarþátttaka hvers einstaklings er 289.000, sem ganga þarf frá við skrifstofu ÍHÍ sem fyrst. Möguleiki er á að fá að skipta greiðslu en vinsamlega hafið þá samband við skrifstofuna fyrr en seinna. Leggja má greiðslu inn á
101-26-560895 og kt. 560895-2329
Vinsamlega athugið að ef leikmenn eru að nota einhver lyf að staðaldri þurfa þeir að hafa samband við Birgi hjá Lyfjaeftirlit Íslands eða fara á heimasíðu eftirlitsins og fylla út umsókn um undanþágu, slóðin þangað er hér. Lyfjanotkun hvers og eins fellur undir persónuverndaðar upplýsingar sem hver og einn eistaklingur þarf að ræða við lyfjaeftirlitið beint. Íshokkísambandið getur ekki annast það fyrir hönd leikmanna.
-----------
Upplýsingar um mótið og staðsetning í Mexíkóborg.
Höllin sem leikið verður í er oftast kölluð Santa Fe ice rink og er hún staðsett inn í verslunarmiðstöð. Þetta er talið vera nýjasta og besta skautasvell í Suður-Ameríku. Svellið er 60 metra langt líkt og við erum vön en aðeins 26 metra breitt sem er 4 metrum þrengra en við eigum að venjast.
Mexíkanska íshokkísambandið er með tvö hótel bókuð fyrir mótið og þegar þetta er skrifað er ekki ljóst á hvoru hótelinu við lendum. En þessi hótel eru: City Express by Marriot Santa Fe México og svo Holiday Inn Express Mexico Santa Fe. Bæði hótelin eru í ca. kílómeters fjarlægð frá keppnisstað.
---------
Almennar upplýsingar
Pappírar: Samþykkisyfirlýsing fyrir ferðalagi.
Með samþykkisyfirlýsingunni veita forsjáraðilar heimild fyrir því að barnið ferðist
einsamalt eða í fylgd tilgreinds aðila (í okkar tilfelli aðalfararstjóra ÍHÍ)
til tiltekins lands eða tiltekinna landa
á tilgreindu tímabili
Ef um er að ræða fleiri en eitt barn, er gerð sérstök yfirlýsing fyrir hvert þeirra.
Mikilvægt er að það sem er skráð í samþykkisyfirlýsingunni sé rétt.
Vegna þess að allir leikmenn liðsins eru yngri en 18 ára og þar að leiðandi ekki sjálfráða þurfa foreldrar að kvitta á svona samþykkisyfirlýsingu. ÍHÍ mun dreyfa henni á forráðamenn fyrir ferðalagið þegar endanlegur hópur hefur verið valin.
Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan EES-svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. 6 mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.
--------
Tryggingarmál,
Allir þeir sem taka þátt í landsliðsstarfi ÍHÍ, leikmenn og starfsfólk, eru tryggð með svokallaðri Sjúkrakostnaðartryggingu hjá VÍS. Þessi trygging á við hvort sem um er að ræða keppnis- eða æfingaferðir innanlands og eða erlendis.
Hámarks tryggingafjárhæð er 7.670.000,- og eigin áhætta er 23.200,-
Vinsamlega athugið að hér er eingöngu um tryggingu gegn sjúkrakostnaði ef óhapp verður, að ræða. Farangurs og ferðatryggingar eru á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þátt í landsliðsstarfi ÍHÍ. Í mörgum tilfellum eru slíkar tryggingar hluti af heimilistryggingum hjá Tryggingarfélögum. Best er að hver og einn kanni stöðu sína og tryggingar áður en haldið er af stað.
--------
Hjálmar leikmanna verða að vera hvítir!
Allir leikmenn landsliða Íslands í íshokkí leika með hvíta hjálma. Margir eiga þá og ef leikmanni vantar hvítan hjálm þá eru eldri leikmenn sem hafa verið í landsliðshópum mjög hjálplegir að lána hjálma til þeirra sem yngri eru.
-------
Síðast uppfært 18. febrúar 2025