Á árinu 2025 sendir Íshokkísambandið undir 18 ára pilta lið til keppni í Heimsmeistaramóti, 3deild B á vegnum Alþjóða íshokkísambandsins. Leikið verður að þessu sinni í Mexíkóborg í Mexíkó. Keppnisdagarnir eru frá 2. til 8. febrúar 2025. Löndin sem við komum til með að keppa við eru: Hong Kong (Kína), Ísrael, Nýja Sjáland, Tyrkland og heimamenn Mexíkó ásamt okkur. Leiknir eru 7 leikir á 5 dögum sem er nokkuð mikið álag.
Aðalþjálfari liðsins er Martin Šimánek sem leikið hefur með Fjölni síðustu ár.
Kristján Sturluson á Akureyri verður aðal-fararstjóri liðsins. Hann tók nýlega við starfi sem svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi eystra.
Á næstu dögum munum við birta hér auknar upplýsingar um keppnina, ferðalagið, kostnaðinn og fleira.
-----------
Upplýsingar um mótið og staðsetning í Mexíkóborg.
Höllin sem leikið verður í er oftast kölluð Santa Fe ice rink og er hún staðsett inn í verslunarmiðstöð. Þetta er talið vera nýjasta og besta skautasvell í Suður-Ameríku. Svellið er 60 metra langt líkt og við erum vön en aðeins 26 metra breitt sem er 4 metrum þrengra en við eigum að venjast.
Mexíkanska íshokkísambandið er með tvö hótel bókuð fyrir mótið og þegar þetta er skrifað er ekki ljóst á hvoru hótelinu við lendum. En þessi hótel eru: City Express by Marriot Santa Fe México og svo Holiday Inn Express Mexico Santa Fe. Bæði hótelin eru í ca. kílómeters fjarlægð frá keppnisstað.
---------
Almennar upplýsingar
Pappírar: Samþykkisyfirlýsing fyrir ferðalagi.
Með samþykkisyfirlýsingunni veita forsjáraðilar heimild fyrir því að barnið ferðist
einsamalt eða í fylgd tilgreinds aðila (í okkar tilfelli aðalfararstjóra ÍHÍ)
til tiltekins lands eða tiltekinna landa
á tilgreindu tímabili
Ef um er að ræða fleiri en eitt barn, er gerð sérstök yfirlýsing fyrir hvert þeirra.
Mikilvægt er að það sem er skráð í samþykkisyfirlýsingunni sé rétt.
Vegna þess að allir leikmenn liðsins eru yngri en 18 ára og þar að leiðandi ekki sjálfráða þurfa foreldrar að kvitta á svona samþykkisyfirlýsingu. ÍHÍ mun dreyfa henni á forráðamenn fyrir ferðalagið þegar endanlegur hópur hefur verið valin.
Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan EES-svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. 6 mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.
--------
Síðast uppfært 22. janúar 2025