23.12.2015
Síðasti leikur ársins í Hertz-deildinni var leikur Ásynja og Ynja og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tvö mörk án þess að Ynjur næðu að svara fyrir sig.
22.12.2015
Síðasti leikur í Hertz-deildinni á árinu er í kvöld en þá mætast Ásynjur og Ynjur í kvennaflokki. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram á Akureyri og hefst klukkan 19.30.
21.12.2015
UMFK Esja og SA Víkingar mættust í síðari leik helgarinnar í Hertz-deild karla en leikurinn fór fram á laugardagskvöld.
21.12.2015
Fyrri leikurinn í karlaflokki í Hertz-deildinni fór fram síðastliðinn föstudag þegar Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættust. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu fimm mörk gegn fjórum mörkum SR-inga. Það þarf ekki að koma á óvart að leikurinn hafi verið jafn því þetta var fjórði leikurinn í röð, þegar þessi lið mætast, þar sem einu marki munar á liðunum í leikslok.
18.12.2015
Íshokkíkona ársins 2015 er varnarmaðurinn Guðrún Marín Viðarsdóttir frá Akureyri.
18.12.2015
Íshokkímaður ársins er sóknarmaðurinn Úlfar Jón Andrésson.
18.12.2015
Hertz-hokkíhelgin að þessu sinni er í Laugardalnum frá A – ö og hefst klukkan 19.45 í kvöld föstudag með leik SR og Bjarnarins í meistaraflokki karla.
16.12.2015
Síðari leikur kvöldsins í Hertz-deild karla fór fram í Laugardalnum en þar bar UMFK Esja sigurorð af Birninum með fjórum mörkum gegn þremur í hörkuspennandi leik.
16.12.2015
Einn leikur fór fram í Hertz-deild karla á Akureyri í gærkvöld en þá mættust SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn einu marki SR-inga.
15.12.2015
Leikir kvöldsins í Hertz-deildinni eru tveir að þessu sinni, báðir í karlaflokki, og fara fram í sitthvorum landshlutanum