31.01.2016
SA Víkingar unnu SR norður á Akureyri og UMFK Esja laut í lægra haldi fyrir Birninum í Laugardalnum.
25.01.2016
Jussi Sipponen þjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur valið liðið sem heldur til Jaca á Spáni í lok febrúar til þátttöku í 2. deild HM.
21.01.2016
Ásynjur og Ynjur áttust við í hinum leiknum sem leikinn var í Hertz-deildinni sl. þriðjudag. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu sex mörk gegn fimm mörkum Ynja en framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit.
21.01.2016
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur mættust í Hertz-deild kvenna sl. þriðjudag en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.
21.01.2016
Vilhelm Már Bjarnason hefur ásamt aðstoðarþjálfara sínum, Andra Má Helgasyni, valið U18 hópinn sem nú hefur undirbúning fyrir HM. Liðið heldur til Valdemoro á spáni í lok mars.
19.01.2016
Leikir kvöldsins eru tveir, báðir í Hertz-deild kvenna, og fara fram á Akureyri og í Reykjavík.
19.01.2016
urinn gegn Búlgaríu fór því miður ekki eins og vonir stóðu til þrátt fyrir heilt yfir góðan leik hjá strákunum.
18.01.2016
Um helgina var skellt í mót í 4. flokki og fór það fram á Akureyri.
16.01.2016
Það voru sælir leikmenn og starfslið U20 ára landsliðsins sem mættu á flugstöð Leifs heppna um miðjan dag á miðvikudag. Framundan var langt og erfitt ferðalag til Mexíkó borgar þar sem heimsmeistaramótið fer fram að þessu sinni.
15.01.2016
Staða framkvæmdastjóra ÍHÍ er laus til umsóknar.