08.06.2017
Á fyrsta stjórnarfundi ÍHÍ var ákveðið að skipun stjórnar yrði eftirfarandi:
Formaður Árni Geir Jónsson
Varaformaður Helgi Páll Þórisson
Gjaldkeri Sigurður Sigurðsson
Ritari Björn Davíðsson
Meðstjórnandi Guðrún Kristín Blöndal
Varamaður Arnar Þór Sveinsson
Varamaður Óli Þór Gunnarsson
Varamaður Þórhallur Viðarsson
08.06.2017
Kanadíski flugherinn sér um loftrýmisgæslu hér á landi þessa dagana og innan þeirra raða er íshokkílið. Alls verða hér um 180 liðsmenn sem taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO og Landhelgisgæslu Íslands. Flugsveitin er hér á landi með nokkrar orrustuþotur og ein þeirra tók þátt í flugsýningu hér í Reykjavík um daginn, og vakti talsverða athygli.
Kanadíska liðið mætti í Egilshöll síðastliðinn þriðjudag og tók á móti úrvalsliði okkar manna og endaði leikurinn 16-7 fyrir Ísland. Lið Kanadamanna skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og svo tóku okkar úrvalslið í taumana, jöfnuðu leikinn og bættu svo í jafnt og þétt. Stórskemmtileg stund fyrir bæði lið.