A-landslið karla heldur af stað til Nýja Sjálands
24.04.2025
Í dag, sumardaginn fyrsta, heldur A-landslið karla af stað til Nýja Sjálands til að taka þátt á HM Div II B sem haldið er í borginni Dunedin. Þetta er nokkuð ferðalag, eiginlega lengra ferðalag er ekki hægt að fara í, en liðið verður á ferð og flugi í ca 30,5 klst samanlagt.