Landslið kvenna leikur gegn Norður Kóreu í dag klukkan 11:00

Kvennalandsliðið okkar leikur gegn Norður Kóreu í dag klukkan 11:00. Eins og leiða má líkum að vitum við nánast ekki neitt um þetta lið. Þjálfarateimið okkar var að sjá þær í fyrsta sinn í leik sem þær léku í gær á móti Tæpei og þar töpuðu þær með einu marki í 1-2 leik. 

Við sendum því hlýja strauma til Póllands og minnum á að hægt er að horfa á leikinn á útsendingarrás IIHF en slóðin þangað er iihf.tv 

ÁFRAM ÍSLAND