Úrskurður aganefndar frá 7. apríl 2025
09.04.2025
Fundur aganefndar, haldin í netheimum 7. apríl 2025,
Fyrir er tekin atvikaskýrsla dómara frá leik Jötna og Víkinga sem leikinn var í U18 aldursflokki í Skautahöllinni á Akureyri, 27. mars 2025.Atvikið sem fjallað er um gerist í öðrum leikhluta nánar á tímanum 26:53. Aganefnd hefur atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til að meta atvikið.
Málsatvik eru eftirfarandi:
Markmaður Víkinga hefur fryst pökkinn hægra megin við mark sitt og aðaldómari hefur stöðvað leikinn vegna þessa. Við þessar aðstæður myndast þvaga leikmanna þar sem leikmaður Víkinga nr 14 er ekki inni í þvögunni. En skautar að að leikmanni Jötna nr 78, heldur á kylfu með báðum höndum fyrir miðjum líkama sínum og tekur þannig kylfu ákreyrslu (e. Cross-check) í bak leikmanns Jötna nr 78. Snerting leikmanns Víkinga nr 14 framkallar svokölluð Whip-lash viðbrögð þar sem hnykkur kemur á bak og höfuð kastast aftur við þetta högg. Samkvæmt fyrirmælum í handbók dómara frá IIHF, skal við þessar aðstæður gefa dóminn 5+GM fyrir Checking from behind. Sem dómari leiksins og gerði.
Úrskurður: Leikmaður SA Víkinga nr. 14 Bjarmi Kristjánsson fær einn leik í bann. Bannið er alsherjarbann.