Skautafélag Akureyrar getur tryggt Íslandsmeistara titilinn í íshokkí karla í kvöld klukkan 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. En þá fer fram þriðji leikur SA og SR í þessari úrslitarimmu.
Skautafélag Reykjavíkur lág á heimavelli í leik númer tvö. Leikurinn var leikinn í Laugardalnum fyrir þéttri áhorfendastúkunni. segja má að Skautafélag Reykjavíkur sé komið með bakið upp að vegg. Þeir verða að vinna á Akureyri í kvöld fimmtudag.
Akureyringar eru komnir með blóð á tennurnar og eru farnir að sjá titilinn útundan sér og verða því engin lömb að leika við. Vonir SR um titilvörn eru miklar og ekki óraunhæfar. Nokkur fordæmi eru úr sögunni að lið sem var komið 0-2 undir nái að snúa við erfiðri stöðu. Ljóst er að leikurinn verður æsispennandi.
Leikurinn hefst klukkan 19:30