Annar leikur í úrslitarimmu Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjvíkur verður haldin í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:00. Gestirnir að norðan leiða einvígið eftir sigur í fyrsta leik. Vinni SR jafnar liðið keppnina en ef liðið tapar er það komið með bakið upp að vegg. Úrslitaleikir þessara liða hafa verið frábær skemmtun og oftast hnífjafnir. Endilega kíkið í Laugardalinn í kvöld og horfið á svölustu íþrótt í heimi.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt þá verður leikurinn í beinni á IHI TV.
Mynd: FB síða Skautafélags Reykjavíkur