A-landslið karla heldur af stað til Nýja Sjálands

A-landsið karla 2024 í Serbíu.
A-landsið karla 2024 í Serbíu.

Í dag, sumardaginn fyrsta, heldur A-landslið karla af stað til Nýja Sjálands til að taka þátt á HM Div II B sem haldið er í borginni Dunedin. Þetta er nokkuð ferðalag, eiginlega lengra ferðalag er ekki hægt að fara í, en liðið verður á ferð og flugi í ca 30,5 klst samanlagt.  Áætluð koma til Nýja Sjálands er næsta laugardagsmorgun kl.09:30 að Ný Sjálenskum tíma en þess má geta að þá er kl.21:30 að föstudagskvöldi á Íslandi þar sem Nýja Sjáland er 12 klst á undan Íslandi.

Á þessu móti mætum við Íslendingar liðum frá Georgíu, Búlgaríu, Kínverska Taipei (Taívan), Tælandi og að sjálfsögðu heimamönnum, Nýja Sjálandi sem verður okkar síðasti leikur á mótinu.

Hægt verður að fylgjast með gangi liðsins á vef Alþjóða íshokkísambandsins, https://www.iihf.com/en/events/2025/wmiib, hér á vefnum og svo auðvitað á samfélagsmiðlum ÍHÍ.

Fyrsti leikur liðsins er sunnudaginn 27. apríl kl.04:30 á móti Georgíu og verður hægt að horfa á hann og alla aðra leiki mótsins á streymiveitu IIHF, https://iihf.tv/pages/r6S4nEEQQ

Liðið skipa 

Gunnar

ARASON

Olafur

BJORGVINSSON

Uni

BLONDAL

Andri

HELGASON

Baltasar

HJALMARSSON

Viggo

HLYNSSON

Helgi

IVARSSON

Kristjan

JOHANNESSON

Heidar

JOHANNSSON

Ormur

JONSSON

Haukur

KARVELSSON

Arnar Helgi

KRISTJANSSON

Johann

LEIFSSON

Andri

MIKAELSSON

Viktor

MOJZYSZEK

Robert

PALSSON

Unnar

RUNARSSON

Hafthor

SIGRUNARSON

Halldor

SKULASON

Matthias

STEFANSSON

Robert

STEINGRIMSSON

Hilmar

SVERRISSON

Starfsmenn liðsins eru

Martin

STRUZINSKI

Runar

RUNARSSON

Ari

OSKARSSON

Leifur

OLAFSSON

Sheldon

REASBECK

Helgi

THORISSON

 

Áfram Ísland!