25.09.2021
Sem ríkjandi íslandsmeistarar síðasta tímabils fékk Skautafélag Akureyrar þátttökurétt á Continental Cup, sem er evrópumót félagsliða í íshokkí. Skautafélag Akureyrar hefur keppni í daga, 25. September kl.17:00 að staðartíma eða kl.14:00 að íslenskum tíma.
17.09.2021
Fyrsta helgarmót U14 verður haldið núna um helgina á Akureyri.
Um er að ræða bikarmót A og B liða.
Skautafélag Akureyrar heldur mótið og má finna dagskrá og úrslit inná heimasíðu ÍHÍ, eða ýta hér.
SA er með 2 A lið og 1 B lið
SR er með 1 A lið og 1 B lið
Fjölnir er með 1 B lið.
Í vetur verða svo þrjú helgarmót til viðbótar fyrir U14 sem eru hluti af Íslandsmóti U14.