Fréttir

Fyrsti leikur Íslands í kvöld.

Í kvöld leikur Ísland sinn fyrsta leik á HM en leikurinn er liður í 2. deildarkeppni a-riðils en þá mætir liðið Belgum í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 20.00

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum

Á morgun hefst heimsmeistramótið og með komu Björns Róberts Sigurðarsonar þá er loksins komin endanleg mynd á landsliðshópinn. Hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már Mikaelsson

Ísland og Ástralía mættust í æfingaleik í kvöld

Í kvöld spilaði karlalandsliðið æfingaleik við Ástralíu sem hingað er komið til lands fyrst keppnisliða. Það er skemmst frá því að segja að liðin skildu jöfn, 2 – 2 en óhætt er að segja að liðin séu jöfn að styrkleika. Fyrsta lotan var markalaus en í 2. lotu steig íslenska liðið upp og var miklu hreyfanlegra á sama tíma og áströlsku leikmennirnir virkuðu þreyttir.

Landsliðinu berst liðsstyrkur frá Ameríku

Björn Róbert Sigurðarson sem spilar í hinni geysisterku NAHL deild í Bandaríkjunum er nú á heimleið eftir að lið hans, Aberdeen Wings datt út úr úrslitakeppninni þar vestra. Björn Róbert er öflugur leikmaður sem þrátt fyrir ungan aldur kemur með mikla leikreynslu inn í liðið og mun styrkja sóknarleikinn hjá liðinu enn frekar.

Heimsmeistaramótið í íshokkí að hefjast

Á mánudaginn n.k. 13. apríl, hefst Heimsmeistaramót karla í íshokkí, 2. deild A-riðill hér í Reykjavík. Auk Íslands eru þátttökuþjóðirnar Ástralía, Belgía, Serbía, Rúmenía og Spánn. Mótið fer fram í Laugadalnum og fyrsti leikur mótsins verður á milli Spánverja og Ástrala kl. 13:00 á mánudaginn. Aðalleikur dagsins verður hins vegar formlegur opnunarleikur mótsins þegar Íslands tekur á móti Belgíu kl. 20:00. Annars er dagskráin hjá íslenska liðinu eftirfarandi: