04.02.2019
Meistaraflokkur Bjarnarins mættu grimmir til leiks og létu hafa talsvert fyrir sér, staða leiks eftir hefbundinn leiktíma var jöfn og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Sigur SA Víkinga blasti við eftir gullmark Jussi Sipponen rétt eftir af framlenging hófst.
31.01.2019
Landsliðsæfingahópur kvenna valinn fyrir landsliðsæfingu í Reykjavik 15. -17. febrúar 2019.
31.01.2019
Skautafélag Akureyrar heldur um helgina íshokkímót fyrir 5. 6. og 7. flokk, eða aldurshópa U12, U10 og U8. Fyrsti leikur í Frostmótinu 2019 hefst laugardaginn 2. febrúar kl 7:45 og mótinu lýkur á hádegi sunnudaginn 3. febrúar.
Nú er um að gera að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri og hvetja krakkana áfram á jákvæðan hátt. Tökum með okkur góða skapið og hjálpumst að að gera þetta mót skemmtilegt og búum til frábærar minningar fyrir börnin.
22.01.2019
Hertz deild karla heldur áfram eftir stutt vetrarfrí. Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Fjölni-Björninn og er það leikur númer 19 í mótaröðinni.
Samkvæmt frétt frá SR þá er ókeypis á leikinn, og sjoppan opin eins og hefðbundið er. Facebook síðar SR.
17.01.2019
Í dag fara fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í Laugardalnum.
Kínverska Taipei - Ástralía kl 10:00
Nýja Sjáland - Suður Afríka kl. 13:30
Ísland - Tyrkland kl. 17:00
Kína - Búlgaría kl. 20:30
15.01.2019
Ísland bar sigurorð af liði kínverska Taipei í dag í öðrum leik liðsins á heimsmeistaramóti karla U20 sem fram fer í Laugardalnum. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og vann nokkuð örugglega 4 – 0 og máttu gestirnir prísa sig sæla að munurinn varð ekki meiri.
Leikurinn var hins vegar frekar rólegur og ekki sami hraðinn og í gær. Þrátt fyrir nokkra yfirburði okkar manna var markalaust eftir fyrstu lotu og fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr enn á 5. mínútu 2. lotu þegar Axel Orongan skoraði eftir stoðsendingu frá Einari Grant. 10 mínútum síðar skoraði Gunnar Arason og jók muninn í 2 – 0 og aftur var það Einar Grant sem lagði upp markið.