26.08.2019
Lýsibikarinn er bikarkeppni Íshokkísambands Íslands, þátttakendur eru meistaraflokkur karla í aðildarfélögunum þremur, Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og íshokkídeild Fjölnis, Björninn.
19.08.2019
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama íshokkí iðkenndur. Frábært tækifæri til að kynna sér reglurnar betur og góður undirbúningur fyrir komandi tímabil.
27.05.2019
Landsliðsverkefni Íshokkísambands Íslands verða fjölmörg á komandi tímabili. Landslið Íslands í íshokkí munu taka þátt í fjórum heimsmeistaramótum, vetur og vor 2020.
21.05.2019
Ársþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið á Akureyri 11. mai síðastliðinn og kosin var ný stjórn ÍHÍ.
16.04.2019
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen þjálfarar landslið karla í íshokkí 2019 hafa valið landsliðshópinn sem heldur utan til Mexico og tekur þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí 21. - 27. apríl næstkomandi.
Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Mexico, Nýja Sjáland, Georgia, Norður Kórea og Ísrael. Mótið fer fram í skautahöllinni Pista De Hielo Centro Santa Fe sem er í verslunarmiðstöðinni Santa Fe.
09.04.2019
Íshokkíþing, verður haldið á Akureyri 11. mai 2019. Þingið hefst kl 11.
26.03.2019
Landsliðshópurinn mun leggja af stað í nótt til Stokkhólm þar sem leiknir verða tveir leikir á móti sænskum félagsliðum. Landsliðið mun svo halda áfram för sinni til Brasov Rúmeníu og tekur þar þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí, 2019 IIHF Women´s World Championship Div II B. Nánari upplýsingar um mótið og streymi frá leikjum má finna á heimasíðu alþjóðaíshokkísambandsins, ýta hér.
24.03.2019
Landslið U18 í íshokkí hefur verið síðustu daga á landsliðsæfingu í Bratislava, Slóvakíu.
Landsliðið spilaði æfingaleik á móti Mexikó og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 6-4.
Landsliðshópurinn flaug frá Bratislava til Búlgaríu í dag og tekur svo þátt í 2019 IIHF U18 World Championship Div III.