Fréttir

Hertz-deild karla. Fjölnir/Björninn vs SR

Í kvöld mætast Fjölnir/Björninn og SR í Egilshöll, í Hertz-deild karla. Leikurinn hefst kl 19:45 og má búast við hörkuleik.

Dómarar ÍHÍ taka þátt í heimsmeistaramótum IIHF 2020

Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) hefur boðið sjö dómurum Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) að taka þátt í dómgæslu á heimsmeistaramótum IIHF þetta tímabilið. Óli Þór Gunnarsson, Sindri Gunnarsson, Leon Hafsteinsson, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Sæmundur Þór Leifsson, Ingibjörg G. Hjartardóttir og Vilhelm Már Bjarnason fengu boð um þátttöku en því miður þá verður Vilhelm upptekinn á þeim tíma sem hann fékk úthlutað og kemst því ekki að sinni.

Greifamótið 12. og 13. október 2019 Skautafélag Akureyrar

Barnamót Skautafélags Akureyrar, Greifamótið, verður haldið um helgina, 12. og 13. október í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið hefst kl 8 laugardagsmorgun og lýkur á hádegi sunnudag. Það er veitingahúsið Greifinn sem er aðal styrktaraðili mótsins.

Aganefnd - myndbandsupptökur

Félagaskipti

Hertz deild karla hefst í dag

Í kvöld mætast SR og Fjölnir/Björninn í fyrsta leik Hertz deildar karla í íshokkí. Leikurinn hefst kl 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal. Beint streymi verður á Youtube .

Félagaskipti

Leikir helgarinnar

Íslandsmót U14 hefst um helgina í Skautahöllinni í Laugardal. Leiknir verða 10 leikir um helgina og fyrsti leikur hefst kl 09:10. Nánari dagskrá og upplýsingar má finna á facebook síðu Skautafélags Reykjavíkur, ýta hér. Fyrsti leikur í Hertz-deild kvenna verður í Egilshöll, laugardaginn 14. september og hefst leikur kl 16:30. Viðburð má finna hér. Tveir leikir verða svo í Íslandsmóti U18 og verða þeir báðir í Egilshöll. Laugardaginn 14. september kl 18:50 og sunnudaginn 15. september kl 10:30.

Landsliðsþjálfarar - Íshokkísamband Íslands 2019-2020

Íshokkísamband Íslands hefur ráðið landsliðsþjálfara fyrir tímabilið 2019-2020.

Úrskurður Aganefndar 8. september 2019