09.04.2018
Íshokkísamband Íslands óskar Skautafélagi Akureyrar, SA Víkingum, með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla árið 2018.
01.04.2018
Þann 3. apríl hefst úrslitakeppni karla í íshokkí og leiknir verða hið minnsta þrír leikir og allt hið mesta fimm leikir. Það lið sem knýr fram sigur í þremur leikjum er íslandsmeistari 2018.
Nú skulum við fjölmennna á öllum leikjum úrslitakeppninnar.
27.03.2018
Landslið Íslands U18 er mætt til Zagreb í Króatíu og tekur þar þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí.
Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Króatía, Kína, Serbía, Holland og Spánn. Riðillinn er mjög sterkur og fróðlegt verður að sjá hvernig leikir fara. Ísland tapaði fyrir Spán í fyrsta leik og einnig gegn Kína í öðrum leik.
27.03.2018
Kvennalandslið Íslands í íshokkí fékk brons medalíu um hálsinn á heimsmeistaramótinu sem stóð yfir dagana 17.-23. mars síðastliðinn.
Mótið var haldið í Valdemoro sem er rétt sunnan við Madrid á Spáni. Þáttöku þjóðir auk Íslands voru Rúmenía, Tyrkland, Spánn, Nýja Sjáland og Kínverska Tapei.
18.03.2018
Í þessum töluðu orðum var æsispennandi viðureign Íslands og Nýja-Sjálands að ljúka, var þetta annar leikur íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Leikurinn endaði í framlengingu og svo vítakeppni þar sem íslenska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Óhætt er að segja að Sarah Smiley, leikmaður Skautafélags Akureyrar, hafi verið stjarna leiksins, með 5 mörk í það heila og 2 stoðsendingar.
18.03.2018
Í gærkvöldi tapaði íslenska kvennalandsliðið i íshokkí naumt á móti sterku liði Spánar. Í fyrri viðureignum liðanna hafa þær spænsku ávallt haft betur en í gær var íslenska liðið mjög nálægt sigri.
Leiknum lauk 2-1 fyrir Spáni sem skorðu sigurmarkið þegar einungis 50 sekúndur voru eftir af fullum leiktíma. Silvía Björgvinsdóttir hjá Skautafélagi Akureyrar skoraði eina mark Íslands í fyrstu lotu en að öðru leyti einkenndist lotan af ákveðinni taugaveiklun af hálfu íslenska liðsins og þær virtust ekki finna sinn takt en fengu þó ekki á sig mark.
17.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí er komið til Spánar, Valdemoro, rétt sunnan við Madrid og mun hefja leik á heimsmeistaramótinu í 2.deild B riðil, Women´s World Championship Div II-group B, kl 19:15 á íslenskum tíma í dag. Um er að ræða opnunarleik mótsins og er mótherjinn landslið Spánar. Auk Íslands og Spánar munu Nýja Sjáland, Chinese Tapei, Rúmenía og Tyrkland taka þátt.
Leikur dagsins er án efa einn sá erfiðasti í þessum riðli og verður spennandi að fylgjast með framgangi leiksins, en hann verður í beinni útsendingu á vef Alþjóða íshokkisambandsins, Ýta hér. Íslenska landsliðið er í 30. sæti á heimslistanum og Spánn er í 26. sæti.
06.03.2018
Skautafélag Akureyrar, SA Ynjur og SA Ásynjur tryggðu sér keppnisrétt í úrslitum kvenna í Hertz-deildinni um helgina og nú hefst úrslitakeppnin.
23.02.2018
Alexander og Miloslav, þjálfarar u18 landsliðs karla hafa nú valið hópinn sem fer til Zagreb í Króatíu.
Heimsmeistaramót U18 í íshokkí fer fram 24.-30. mars næstkomandi og auk Íslands munu Spánn, Kína, Serbía, Holland og Króatía taka þátt.