Fréttir

Landsliðsæfing A-landslið karla 13.-15.október

Landsliðsæfingahópur karla í íshokkí hefur verið valinn ásamt því að Jussi Sipponen hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari og Sigurður Sveinn Sigurðsson sem liðsstjóri. Tækjastjóri verður Karvel Þorsteinsson með aðstoð frá Marcin yfirtækjastjóra ÍHÍ. Fyrsta landsliðsæfing verður helgina 13. til 15. október næstkomandi. Hefst helgin á ístíma á föstudagsmorgun og er mæting í Egilshöll kl 08:00.

Alexander Medvedev aðal þjálfari U18

Alexander Medvedev hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U18 landslið drengja í íshokkí. Alexander hefur komið víða við sem leikmaður og þjálfari og ferill hans hér á EliteProspects, ýta hér. Alexander hefur verið undanfarið þjálfari og leikmaður Bjarnarins í Egilshöll. Áætlað er að fyrsta landsliðsæfing U18 verði föstudagskvöldið 13. október og einnig laugardagskvöldið 14. október, ásamt öðru hópefli. Nánari dagskrá kemur síðar og landsliðshópurinn verður kynntur innan skamms.

Heimsmeistaramótið í íshokkí 2018

Lokakeppni heimsmeistaramótsins í íshokkí fer fram í Danmörku og hefst 4. mai 2018. Miðasala er í fullum gangi og nú þegar hefur verið seldir yfir 100þúsund miðar á mótið.

Ynjur - Ásynjur

Óvænt atvik átti sér stað í leik Ynja-Ásynja þann 26. september síðastliðinn sem varð til þess að dómari flautaði leikinn af í lok annars leikhluta. Þegar dómari flautaði leikinn af þá var staðan 1-2 fyrir Ásynjum. Það staðfestist hér með að leikurinn stendur og lokaúrslit eru því 1-2 fyrir Ásynjum.

UMFK Esja - Contintental Cup

Um helgina fer fram fyrsta umferð í Continental Cup, eða Evrópukeppni félagsliða í íshokkí. UMFK Esja, Íslandsmeistarar 2017, tekur þátt og spilar þrjá leiki. Fyrsti leikur er föstudaginn 29. september á móti Crvena Zvezda Belgrade frá Serbíu. Annar leikur er laugardaginn 30. september á móti Irbis-Skate Sofia frá Búlgaríu. Þriðji leikurinn er sunnudaginn 1. október á móti Zeytinburnu Istanbul frá Tyrklandi.

Leikir dagsins - þriðjudagur 26.sept 2017

Tveir íshokkíleikir fara fram í kvöld. 2.fl SR-Björninn, Skautahöllin í Laugardal, kl 19:45 Hertz-deild kvenna Ynjur-Ásynjur, Skautahöllin á Akureyri, kl 19:30

Landsliðsþjálfari karla ráðinn

Nýr landsliðsþjálfari karla, Vladimír Kolek, í íshokkí hefur verið ráðinn. Vladímír Kolek eða Vladó eins og hann er kallaður var fæddur í Tékklandi 1964 og hefur búið í Finnlandi síðustu 16 árin. Hann hefur unnið þar við þjálfun nokkurra liða sem aðalþjálfari, verið yfirþjálfari nokkurra íþróttaklúbba og aðstoðað finnska íshokkísambandið með uppbyggingu íþróttarinnar.

Félagaskiptaglugginn

Minnum á lokun félagsskipti leikmanna. Félagsskipti innlendra leikmanna lýkur á miðnætti 30. september 2017 og félagsskipti erlendra leikmanna skal skrá fyrir miðnætti 31. október 2017.

Nýr leikmaður UMFK Esju

UMFK Esja hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Jan Semorad frá Tékklandi. Jan er fæddur 19. mars 1988 og hefur leikið fyrir Tyski Sport SA í Slóvakíu undanfarið. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og er leikmaður kominn með leikheimild.

Leikir helgarinnar

Hertz-deild karla heldur áfram með tveim leikjum um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal þegar UMFK Esja tekur á móti Birninum. Leikur hefst kl 19:45, föstudaginn 22. septemer. Seinni leikurinn í Hertz-deild karla fer fram í Skautahöllinni á Akureyri þegar SA Víkingar taka á móti SR. Sá leikur hefst kl 16:30, laugardaginn 23. september.