17.10.2018
Fjölnir/Björninn tekur á móti SR í Hertz-deild karla.
Leikur hefst kl 18:50 í Egilshöll, laugardaginn 20. október.
16.10.2018
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. október, er íshokkíleikur í Íslandsmóti U20. Fjölnir/Björninn tekur á móti SR og hefst leikur kl 19:45 á skautasvellinu í Egilshöll.
11.10.2018
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar karla í íshokkí hafa skipulagt landsliðsæfingar sem hér segir;
7. til 9. desember 2018. Landsliðsæfing og æfingaleikur. Áætlað er að landslið Íslands keppi á móti úrvalsliði erlendra leikmanna.
29. til 31. mars 2019. Landsliðsæfing í Reykjavík.
11.10.2018
Aðildarfélög Íshokkísambands Íslands hafa óskað eftir félagaskiptum fyrir neðangreinda leikmenn.
Félagaskiptagjald hefur verið greitt og leikheimild gefin út.
14.04.2018
Tveir leikir fara fram um helgina í Íslandsmóti 2.fl.
Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur.
Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 14. april kl 16:30 og síðari leikurinn fer fram kl 10:30 á sunnudagsmorgun.
09.04.2018
Vladimir Kolek og Jussi Sipponen landsliðsþjálfarar hafa valið loka hóp karla landslið Íslands í íshokkí sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí, sem hefst 23. apríl næstkomandi í Hollandi.
09.04.2018
Íshokkísamband Íslands óskar Skautafélagi Akureyrar, SA Víkingum, með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla árið 2018.
01.04.2018
Þann 3. apríl hefst úrslitakeppni karla í íshokkí og leiknir verða hið minnsta þrír leikir og allt hið mesta fimm leikir. Það lið sem knýr fram sigur í þremur leikjum er íslandsmeistari 2018.
Nú skulum við fjölmennna á öllum leikjum úrslitakeppninnar.
27.03.2018
Landslið Íslands U18 er mætt til Zagreb í Króatíu og tekur þar þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí.
Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Króatía, Kína, Serbía, Holland og Spánn. Riðillinn er mjög sterkur og fróðlegt verður að sjá hvernig leikir fara. Ísland tapaði fyrir Spán í fyrsta leik og einnig gegn Kína í öðrum leik.
27.03.2018
Kvennalandslið Íslands í íshokkí fékk brons medalíu um hálsinn á heimsmeistaramótinu sem stóð yfir dagana 17.-23. mars síðastliðinn.
Mótið var haldið í Valdemoro sem er rétt sunnan við Madrid á Spáni. Þáttöku þjóðir auk Íslands voru Rúmenía, Tyrkland, Spánn, Nýja Sjáland og Kínverska Tapei.