Þann 3. apríl hefst úrslitakeppni karla í íshokkí og leiknir verða hið minnsta þrír leikir og allt hið mesta fimm leikir. Það lið sem knýr fram sigur í þremur leikjum er íslandsmeistari 2018.
Þar sem SA Víkingar unnu deildarmeistaratitilinn 2018 þá hafa þeir heimaleikjaréttinn og hefst þvi úrslitakeppnin á Akureyri.
Við eigum von á æsispennandi úrslitakeppni og þurfa bæði lið á öllum þeim stuðningi að halda sem mögulegur er og hvetjum við því alla íshokkí unnendur að mæta í hallirnar og taka þátt í leiknum. Við eigum von á magnaðri hokkí veislu.
Íshokkísamband Íslands