Fréttir

Íslandsmót 4.flokkur 23.-24. september 2017

Um helgina er fyrsta helgarmót vetrarins hjá 4.flokki og er það Skautafélag Reykjavíkur sem sér um mótið. Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar senda tvö lið hvort á mótið og Björninn er með eitt lið.

Lyfjaeftirlit ÍSÍ - Drug testing

Uppfærðar upplýsingar um lyfjaeftirlit ÍSÍ, má finna hér; http://www.ihi.is/is/log-og-reglur/lyfjaeftirlit

Úrskurður Aganefndar 19. september 2017

SR tekur á móti SA-Víkingum, þriðjudaginn 19. september

Hertz-deild karla heldur áfram þriðjudaginn 19. september, þegar Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Skautafélagi Akureyrar-Víkingum. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni Laugardal og hefst leikur kl 19:45. Nú er um að gera að fjölmenna og hafa gaman að.

Leikir dagsins -16. september 2017

Hertz-deild kvenna heldur áfram í dag þar sem Ynjur taka á móti Reykjarvíkurliðinu SR/Björninn.

Lánssamningur Jóhann Björgvin Ragnarsson

Skautafélagið Björninn og Skautafélag Reykjavíkur hafa komið sér saman um lánsamning vegna Jóhanns Björgvins Ragnarssonar markmanns. Jóhann Björgvin Ragnarsson mun í vetur spila með Birninum í 2fl íslandsmóts í íshokkí. Þessi samningur er samþykktur af ÍHÍ.

Félagsskipti - Transfer

Það tilkynnist hér með að Björninn hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Roddy Akeel frá USA, Esja hefur óskað eftir félagsskiptum fyrir Petr Kubos frá Czeck Ice Hockey og svo hefur Skautafélag Akureyrar óskað eftir félagskiptum frá Canada. Félagaskiptagjald hefur verið greitt og eru leikmenn samþykktir.

Landslið U20 - Jussi Sipponen

Jussi Sipponen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U20 í íshokkí. Jussi Sipponen var fæddur í Naantali, Finlandi þann 17. september 1980 og hefur verið búsettur á Akureyri síðustu árin. Jussi er landsþekktur innan íshokkíhreyfingarinnar á Íslandi, hefur meðal annars þjálfað meistaraflokk karla og kvenna Skautafélags Akureyrar og var þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkí síðustu tvö árin.

Félagsskipti - Transfer

Aðildarfélög ÍHÍ hafa óskað eftir félagsskiptum fyrir eftirtalda leikmenn. Þessi félagsskipti eru samþykkt og hafa félagaskiptagjöld verið greidd.

Leikir helgarinnar

Hertz-deild karla og kvenna, helgina 8. og 9. september verða sem hér segir: