18.03.2018
Í þessum töluðu orðum var æsispennandi viðureign Íslands og Nýja-Sjálands að ljúka, var þetta annar leikur íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Leikurinn endaði í framlengingu og svo vítakeppni þar sem íslenska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Óhætt er að segja að Sarah Smiley, leikmaður Skautafélags Akureyrar, hafi verið stjarna leiksins, með 5 mörk í það heila og 2 stoðsendingar.
18.03.2018
Í gærkvöldi tapaði íslenska kvennalandsliðið i íshokkí naumt á móti sterku liði Spánar. Í fyrri viðureignum liðanna hafa þær spænsku ávallt haft betur en í gær var íslenska liðið mjög nálægt sigri.
Leiknum lauk 2-1 fyrir Spáni sem skorðu sigurmarkið þegar einungis 50 sekúndur voru eftir af fullum leiktíma. Silvía Björgvinsdóttir hjá Skautafélagi Akureyrar skoraði eina mark Íslands í fyrstu lotu en að öðru leyti einkenndist lotan af ákveðinni taugaveiklun af hálfu íslenska liðsins og þær virtust ekki finna sinn takt en fengu þó ekki á sig mark.
17.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí er komið til Spánar, Valdemoro, rétt sunnan við Madrid og mun hefja leik á heimsmeistaramótinu í 2.deild B riðil, Women´s World Championship Div II-group B, kl 19:15 á íslenskum tíma í dag. Um er að ræða opnunarleik mótsins og er mótherjinn landslið Spánar. Auk Íslands og Spánar munu Nýja Sjáland, Chinese Tapei, Rúmenía og Tyrkland taka þátt.
Leikur dagsins er án efa einn sá erfiðasti í þessum riðli og verður spennandi að fylgjast með framgangi leiksins, en hann verður í beinni útsendingu á vef Alþjóða íshokkisambandsins, Ýta hér. Íslenska landsliðið er í 30. sæti á heimslistanum og Spánn er í 26. sæti.
06.03.2018
Skautafélag Akureyrar, SA Ynjur og SA Ásynjur tryggðu sér keppnisrétt í úrslitum kvenna í Hertz-deildinni um helgina og nú hefst úrslitakeppnin.
23.02.2018
Alexander og Miloslav, þjálfarar u18 landsliðs karla hafa nú valið hópinn sem fer til Zagreb í Króatíu.
Heimsmeistaramót U18 í íshokkí fer fram 24.-30. mars næstkomandi og auk Íslands munu Spánn, Kína, Serbía, Holland og Króatía taka þátt.
14.02.2018
Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.
14.02.2018
Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.
09.02.2018
Þann 22.febrúar verður fundur Íshokkísambands Íslands með Lyfjaeftirliti ÍSÍ og eru allir í íshokkíhreyfingunni velkomnir. Á þessum fundi, verður erindi frá eftirlitinu og jafnframt almennt spjall um ólögleg lyf og vímuefni rædd. Nú er tækifæri til að fjölmenna og taka virkan þátt og kynna sér allt um málefni Lyfjaeftirlitsins.