Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí er komið til Spánar, Valdemoro, rétt sunnan við Madrid og mun hefja leik á heimsmeistaramótinu í 2.deild B riðil, Women´s World Championship Div II-group B, kl 19:15 á íslenskum tíma í dag. Um er að ræða opnunarleik mótsins og er mótherjinn landslið Spánar.
Auk Íslands og Spánar munu Nýja Sjáland, Chinese Tapei, Rúmenía og Tyrkland taka þátt.
Leikur dagsins er án efa einn sá erfiðasti í þessum riðli og verður spennandi að fylgjast með framgangi leiksins, en hann verður í beinni útsendingu á vef Alþjóða íshokkisambandsins, Ýta hér.
Íslenska landsliðið er í 30. sæti á heimslistanum og Spánn er í 26. sæti.
Dagskrá mótsins á finna hér; www.iihf.com.
Nýliðar landsliðsins eru þær Kolbrún Garðarsdóttir, Berglind Leifsdóttir, April Orongan, Birta Þorbjörnsdóttir og Alda Arnarsdóttir. Einnig er Sarah Smiley komin aftur í liðið svo það er töluvert um breytingar frá því í fyrra þegar liðið tryggði sér 4. sætið á heimsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri.
Liðið hefur æft á Spáni síðustu daga og lék æfingaleik á móti Chinese Tapei sem endaði með sigri Íslands. Þjálfari liðsins er Richard Tahtinen sem er íslenskum hokkíunnendum vel kunnur enda hefur hann spilað og þjálfað á Íslandi, meðal annars landslið kvenna árið 2012. Guðrún Kristín Blöndal, stjórnarmaður Íshokkísambands Íslands er liðsstjóri, Birna Baldursdóttir margfaldur Íslandsmótsmethafi í íshokkí er aðstoðar þjálfari, Hulda Sigurðardóttir er tækjastjóri og hefur áratugareynslu í íshokkí og Margrét Ýr Prebensdóttir er sjúkraþjálfari landsliðsins. Margrét Ýr var sjúkraþjálfari U20 í Búlgaríu i janúar fer beint eftir HM kvenna til Zagreb í Króatíu þar sem U18 tekur þátt í sínu heimsmeistaramóti.
Áfram Ísland.