Lyfjaeftirlit ÍSÍ mun flytja okkur erindi um allt er viðkemur lyfjanotkun og notkun annarra efna sem óheimilt er að nota við íþróttaiðkun.
Fundurinn verður 22. febrúar og hefst kl 20:00, haldinn í fundarsal að Engavegi 6 (Íþrótta og Ólympíusambandið).
Allir íshokkí iðkenndur sem iðka íþróttina hér á landi heyra undir Lyfjaeftirlit ÍSÍ. Iðkenndur geta verið teknir í lyfjapróf hvar sem er og hvenær sem er, í eða utan keppni.
Lyfjaeftirlit ÍSÍ heyrir undir Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) og hlítir reglum þess.
Íshokkísamband Íslands fordæmir alla notkun ólöglegra lyfja og vímuefna og nú er um að gera að fjölmenna á þennan fund og taka virkan þátt í honum. Fundurinn verður allt í senn, formlegt kennsluefni og spjall meðal fundarmanna. Hér er tækifæri fyrir alla í hreyfingunni að mæta og kynna sér málefni Lyfjaeftirlitsins.