Fréttir

Úrskurður Aganefndar 15. janúar 2018

Leikir helgarinnar 12. og 13. janúar 2018

Íshokkí og aftur íshokkí. Hertz-deild karla heldur áfram um helgina og enginn má láta þessa leiki framhjá sér fara.

Fjölmiðlaumræða síðustu vikur

Ágæta áhugafólk um íshokkí. Það hefur varla farið fram hjá neinum sú neikvæða umræða sem dunið hefur á íþróttinni okkar í fjölmiðlum undanfarið. Stjórn sambandsins harmar og fordæmir öll þau neikvæðu ummæli sem fallið hafa í nokkrum viðtölum. Það er engum til sóma að ráðast gegn ákveðnum persónum innan hreyfingarinnar með skítkasti og ásökunum um óheiðarleika. Það er eðlilegt að upp komi ágreiningur og einstaklingar hafi ólíkar skoðanir á vissum hlutum og/eða atburðum hvort sem er í starfsemi félaganna eða í störfum sambandsins. Það er engin hafin yfir gagnrýni en þá er gott að hafa hugfast að sú gagnrýni sé málefnaleg en hvorki meiðandi né móðgandi.

Hokkí helgi framundan

Þrír íshokkíleikir eru um helgina. Föstudagskvöldið 5.janúar kl 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal mun eigast við Umfk Esja og SR. Um er að ræða 31. leik í mótaröðinni í Hertz-deild karla. Facebook kynning, ýta hér. Laugardaginn 6. janúar mun svo Hertz-deild kvenna halda áfram þegar sameinað lið Bjarnarins og SR mætir SA-Ynjum í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikur kl 18:00. Facebook kynning, ýta hér. Á sama tíma fer fram í Egilshöll 3.fl leikur, Björninn - SA Jarlar.

Úrskurður Aganefndar 20.desember 2017

Leikir dagsins 19. desember 2017

Hertz-deild karla heldur áfram með leik Bjarnarins og Umfk Esju. Hefst leikur kl 19:45 í Egilshöll. Um er að ræða leik no 22 í mótaröðinni og er staðan í deildinni æsispennandi. Bæði lið eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni og hver leikur dýrmætur. Fjölmennum í Egilshöll, sjoppan opin og fjölskylduvænn viðburður.

Úrskurður Aganefndar 14.desember 2017

Leikir helgarinnar 15. og 16. desember 2017

Hertz-deild karla heldur áfram með tveim leikjum um helgina, annar í Laugardalnum og hinn á Akureyri. Um að gera að mæta og horfa á frábæra leiki.

Robbie Sigurðsson íshokkímaður ársins 2017

Robbie Sigurðsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands.

Eva María Karvelsdóttir íshokkíkona ársins 2017

Eva María Karvelsdóttir var valin íshokkíkona ársins 2017 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eva María er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Ásynjum í Skautafélagi Akureyrar og hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí.