06.09.2019
Í dag var undirritaður samstarfssamningur við Hertz bílaleigu.
Hertz bílaleiga verður næstu tvö árin aðal stuðningsaðili Íshokkísambands Íslands.
02.09.2019
Bikarkeppni Íshokkísambands Íslands, Lýsibikarinn, fór vel af stað föstudaginn 30. ágúst þegar SR tók á móti Fjölni/Birninum í Skautahöllinni í Laugardal. Hörkuspennandi leikur þar sem liðin tókust á og var leikurinn jafn framanaf. Lokaúrslit leiksins 4-1 fyrir SR. Sunnudaginn 1. september tók SA á móti Fjölni/Björninn og ekki var nú spennan síðri fyrir norðan. Leikurinn fór í framlengingu og enginn annar en Ingvar Jónsson sem skoraði gullmark og lokaúrslit 3-2 fyrir SA.
26.08.2019
Lýsibikarinn er bikarkeppni Íshokkísambands Íslands, þátttakendur eru meistaraflokkur karla í aðildarfélögunum þremur, Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og íshokkídeild Fjölnis, Björninn.
19.08.2019
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama íshokkí iðkenndur. Frábært tækifæri til að kynna sér reglurnar betur og góður undirbúningur fyrir komandi tímabil.
27.05.2019
Landsliðsverkefni Íshokkísambands Íslands verða fjölmörg á komandi tímabili. Landslið Íslands í íshokkí munu taka þátt í fjórum heimsmeistaramótum, vetur og vor 2020.