Óli Þór Gunnarsson og Sindri Gunnarsson munu halda þrjú dómaranámskeið næstu daga.
Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem hafa áhuga á að bæta við reglukunnáttu sína og læra um störf dómara.
Öllum sem sitja námskeiðið býðst að taka próf í lok námskeiðs sem veitir réttindi til dómgæslu á vegum IHI.
Áætlaður tími námskeiðsins er um 3 klukkustundir.
Farið verður yfir verkreglur dómara, staðsetningar og helstu reglur. Þátttakendum gefst einnig tækifæri að spyrja spurninga sé eitthvað óljóst
Ekki verður farið mjög djúpt í allar reglur og mælt er með því að þáttakendur kynni sér reglubók IIHF sem er aðgengileg á vef IIHF.
Til að skrá sig á námskeið, vinsamlega hafið samband við viðkomandi aðildarfélag.