Í dag var undirritaður samstarfssamningur við Hertz bílaleigu.
Hertz bílaleiga verður næstu tvö árin aðal stuðningsaðili Íshokkísambands Íslands.
Efstu deildir karla og kvenna munu því heita Hertz-deild karla og Hertz-deild kvenna.
Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir báða aðila, undanfarin ár hefur Hertz stutt dyggilega við bakið á íshokkí hreyfingunni og því var það ánægjuefni að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við fyrirtækið.
Jón Þór Eyþórsson endurskoðandi Íshokkísambands Íslands kom að samningagerðinni og sagði Jón Þór við undirritun samningsins að mikill hugur væri í fólki og mikil ánægja er innan hreyfingarinnar með þennan nýja samning. Við hlökkum til að efla samstarfið enn frekar og nýta okkur framúrskarandi þjónustu Hertz bílaleigu.
Það voru Kristján Bergmann hjá Hertz og Konráð Gylfason hjá ÍHÍ sem undirrituðu samstarfssamninginn.