14.02.2018
Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.
14.02.2018
Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.
09.02.2018
Þann 22.febrúar verður fundur Íshokkísambands Íslands með Lyfjaeftirliti ÍSÍ og eru allir í íshokkíhreyfingunni velkomnir. Á þessum fundi, verður erindi frá eftirlitinu og jafnframt almennt spjall um ólögleg lyf og vímuefni rædd. Nú er tækifæri til að fjölmenna og taka virkan þátt og kynna sér allt um málefni Lyfjaeftirlitsins.
06.02.2018
Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) fékk afhent bréf frá dómaranefnd ÍHÍ þar sem farið er yfir þau atvik þar sem á einhvern hátt er veist að dómara eða dómara ógnað í íshokkíleikjum í vetur. Þykir dómurum nóg komið og skorar á stjórn ÍHÍ að beita sér í málinu. Á stjórnarfundi ÍHÍ var samþykkt samhljóma að stjórnin fordæmir öll þau atvik er leikmenn/starfsfólk veitast að dómurum í leik eða utan hans og stjórnin mun beita sér fyrir því að dómar/úrskurðir vegna síendurtekinna atvika verði hertir og margföldunaráhrif dóma beitt.
23.01.2018
Í kvöld áttu að eigast við SA Ynjur og Reykjavík í Hertz-deild kvenna í íshokkí en búið er að fresta þeim leik til föstudagsins 26. janúar kl.21:30. Lið Reykjavíkur mun þá dvelja lengur þar nyrðra og spila leik gegn Ásynjum á laugardeginum á eftir.
22.01.2018
Sú sorgar frétt barst um nýliðna helgi að Jim Johannson landsliðseinvaldur hjá USA Hockey hefði fallið frá. Þetta er mikið áfall fyrir íshokkíheiminn því þessi rauðhærði öðlingur sem var af þriðju kynslóð Íslendinga hefur sett mark sitt á þessa íþrótt í langan tíma með einstökum hætti.
22.01.2018
Í dag hefst U20 Heimsmeistaramót í 3.deild þar sem Ísland keppir á móti Ástralíu, Búlgaríu, Kína, Israel og Nýja Sjálandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Ástralíu. Hægt er að sjá alla leikjadagskrá á vefnum og einnig sýnt beint frá keppninni á Youtube.