Í dag fara fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í Laugardalnum.
Kínverska Taipei - Ástralía kl 10:00
Nýja Sjáland - Suður Afríka kl. 13:30
Ísland - Tyrkland kl. 17:00
Kína - Búlgaría kl. 20:30
Aðalleikurinn er viðureign Íslands og Tyrklands sem hefjast mun kl. 17:00 í dag. Þessi lið hafa mæst ansi oft í gegnum tíðina á heimsmeistaramótum og leikirnir iðulega verið jafnir hjá yngri landsliðunum. Tyrkirnir unnur Taipei 4 - 1 og en töpuðu fyrir Ástralíu 3 - 5 og þrátt fyrir að okkar úrslit hafi verið betri þá gefa úrslitin vísbendingu um styrkleika liðsins.
Við reiknum með spennandi og skemmtilegum leik og hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig í skautahöllina í og hvetja strákana til sigurs.