Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur samþykkt að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019-2020. Einnig samþykkti stjórn ÍHÍ eftirfarandi á stjórnarfundi ÍHÍ miðvikudaginn 1. apríl síðastliðinn;
Enginn Íslandsmeistari verður krýndur í meistaraflokki karla tímabilið 2019-2020.
Meistaraflokkur karla Skautafélags Akureyrar, SA Víkingar, eru deildarmeistarar 2019-2020 og fá því keppnisréttinn í álfukeppni Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) eða Continental Cup IIHF, svo lengi sem keppnin verði haldin vegna Covid-19.
Núverandi stöðutafla í deildarkeppnum U18, U16 og U14, keppnistímabilið 2019-2020, er lokastaða Íslandsmóta ÍHÍ.
Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari U18 og U16, Fjölnir Íslandsmeistari U14-A. Tvö lið eru jöfn að stigum í Íslandsmóti U14-B og verður því enginn krýndur Íslandsmeistari í þeim flokki þetta tímabilið.
Stjórn og skrifstofa ÍHÍ vill að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir tímabilið í þessum fordæmalausu aðstæðum.
Undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn og stefnum við á formannafund um leið og aðstæður leyfa, eða vonandi í byrjun mai 2020. Á formannafundinum munum við fara yfir landslagið og stilla saman strengi fyrir komandi tímabil.