Um helgina lauk Hertz deild kvenna þegar lið SA og Reykjavíkur áttust við í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið byrjuðu af krafti en fljótlega í leiknum náði lið SA yfirhöndinni og hélt forystunni allt til loka leiksins en þær unnu með 8 mörkum gegn tveimur.
Í lok leiks var afhentur deildarmeistara bikarinn.
SA hlaut 25 stig og RVK 5 stig.
Úrslitakeppnin hefst þriðjudaginn 4. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri þegar SA tekur á móti Rvk og hefst leikur kl 19:30
Annar leikur úrslitakeppninnar er fimmtudaginn 6. febrúar.
Það lið sem verður fyrra til að vinna tvo leiki verður Íslandsmeistari.