19.01.2012
Það var frídagur í gær og var hann vel nýttur hér í sumarblíðunni á suðurhveli jarðar. Dagurinn byrjaði líkt og venjulega á morgunmat en síðan var haldið í göngutúr þar sem menn voru m.a. hvattir og nánast skyldaðir til að kaupa sér sólarvörn.
18.01.2012
Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarstúlkna sem gerðu ellefu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.
17.01.2012
Ísland bar sigurorð af Tyrkjum í kvöld með 8 mörkum gegn engu. Yfirburðirnir voru miklir og segja má að þeir tyrknesku hafi verið heppnir að munurinn varð ekki meiri, en það geta þeim fyrst og fremst þakkað markverði sínum sem var þeirra besti maður. Skot á mark segja allt sem segja þarf – 70 á móti 10.
17.01.2012
Ísland bar sigurorð af Tyrkjum í kvöld með 8 mörkum gegn engu í dag. Yfirburðirnir voru miklir og segja má að þeir tyrknesku hafi verið heppnir að munurinn varð ekki meiri, en það geta þeim fyrst og fremst þakkað markverði sínum sem var þeirra besti maður. Skot á mark segja allt sem segja þarf – 70 á móti 10.
17.01.2012
Við förum fljótlega að vinna að skráningu inn í mótið.
17.01.2012
Sergei Zak hefur valið æfingahóp landsliðs skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Liðið mun í mars halda til Novi Sad í Serbíu til keppni í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða íshokkísambandsins.
17.01.2012
Leikur kvöldsins er að þessu sinni leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna.
17.01.2012
Nú er liðið nokkurn veginn búið að snúa sólahringnum við og allir eru farnir að sofa nokkuð eðlilega.
16.01.2012
Richard Tahtinen hefur valið hópinn sem heldur til Seúl í Suður-Kóreu í mars næstkomandi.
16.01.2012
Þá hafa allir leikmenn U20 ára liðsins ásamt fararstjórum og töskum skilað sér til Dunedin á Nýja-Sjálandi.