Fréttir

Sigur, jafntefli og tap

Þá eru þrír leikir búnir (lýsingar í fréttum á forsíðu) og tveir eftir við Suður Afríku á morgun og Spán á föstudag. Stelpurnar okkar eru í fjórða sæti með 4 stig en eitt stig skilur af liðin í öðru til fimmta sæti þannig að enn eru verðlaunasæti í boði. Pólland trónir á toppnum með 9 stig.

Handbók ofl.

Handbók vegna ferðarinnar er komin á netið.

Pólland hafði betur gegn Íslandi 2-7

Þá er komið að þriðja leik íslenska kvennalandsliðsins á HM IIb í S.Kóreu að þessu sinni gegn Pólverjum. Póska liðið hefur unnið báða sína leiki gegn Spánverjum og Belgum og eru með fjölmennt og sterkt lið. Íslenska liðið vann einnig Belga en háði jafna baráttu við Kóreumenn sem höfðu sigur í vítakeppni eftir framlengingu. Það er því búist við æsispennandi leik þar sem stúlkurnar okkar þurfa að láta allt ganga upp til að fara með sigur af hólmi.

4. leikur í úrslitum

Á morgun, þriðjudag, verður leikinn fjórði leikurinn í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn.

SR - Björninn 3. leikur í úrslitum

Á laugardagskvöld léku í Skautahöllinni í Laugardal lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins . Leikurinn var þriðji leikurinn í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn og lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga.

Ísland beið lægri hlut gegn S.Kóreu eftir framlengingu og vítaskot

Annar leikur íslenska liðsins í riðli IIb á HM í S.Kóreu gegn heimamönnum. Eftir sigur í gær á Belgum mæta stúlkurnar fullar sjálfstrausts og ákveðnar að halda áfram á sigurbraut. Lýsing á leiknum kemur hér á eftir.

Myndir frá S.Kóreu

Hér eru tenglar á myndir frá ferð kvennalandsliðsins á HM IIb í Seoul S.Kóreu: https://plus.google.com/u/0/photos/111867147519484798384/albums http://www.iihf.com/channels1112/ww-iib/pictures/page/0/team/ISL.html

Ísland sigraði Belga á HM IIB í Seul í S.Kóreu

Kvennalið Íslands í Íshokkí spilaði sinn fyrsta leik kl.13.00 að staðartíma í dag og sigraði Belga 2-1. Birna Baldursdóttir skoraði bæði mörkin og Karítas Halldórsdóttir átti stórleik í markinu og varði víti. Eva María Karvelsdóttir var valin maður leiksins.

Ísland sigraði Belga á HM IIB í Seul í S.Kóreu

Gangur leiksins

Fyrsti leikdagur

Spennan að magnast, stutt í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðsins á HM í Seul í S.Kóreu.