25.03.2012
Dagurinn byrjaði snemma í dag, Steini og Bjössi vöktu alla upp klukkan 07:45 í morgunmat sem gekk hratt fyrir sig og var haldið af stað á morgun æfingu klukkan 08:30. Þegar komið var í höllina gerðu strákarnir sig klára fyrir æfingu og var haldið á svellið klukkan 09:15. Æfðu strákarnir leikatriði sem beita átti gegn Eistlendingunum um eftirmiðdaginn.
25.03.2012
Kærkominn frídagur sem byrjaði með morgunverði og síðan slökun fram að æfingu klukkan 13:45. Á æfingunni var tekið vel á og voru strákarnir gríðarlega einbeittir.
23.03.2012
Á morgun laugardag fer fram þriðji leikurinn í úrslitakeppni kvenna milli Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan 17.00.
23.03.2012
nnar leikur í úrslitakeppni kvenna um íslandsmeistaratitilinn fór fram í gærkvöld þegar Björninn og Skautafélag Akureyrar mættust. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarkvenna.
23.03.2012
Nákvæmari tímasetningar eru komnar fyrir helgina.
22.03.2012
2. leikur í úrslitum kvenna var að hefjast.
22.03.2012
Dagurinn byrjað með því að drengirnir fengu sér mikinn og góðan morgunverð. Búið var að ákveða að sleppa æfingunni þennan dag og leyfa þeim að hvíla sig, eftir leikinn á móti Serbum frá deginum áður.
21.03.2012
Á morgun fimmtudag fer fram annar leikurinn í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. Þá mætast Björninn og Ásynjur og fer leikurinn fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.
21.03.2012
Dagurinn hófst hjá strákunum með morgunverði klukkan 09:00 og að honum loknum var haldið niður í skautahöll á æfingu. Æfingin gekk vel og voru strákarnir vel gíraðir fyrir komandi átök.
21.03.2012
SA og Björninn léku í gærkvöld fyrsta leikinn í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SA sem gerðu 7 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarkvenna. Það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki hampar titlinum.