Dagur 4 - U18 í Serbíu

Fyrsti frídagurinn

Kærkominn frídagur sem byrjaði með morgunverði og síðan slökun fram að æfingu klukkan 13:45. Á æfingunni var tekið vel á og voru strákarnir gríðarlega einbeittir.
Að lokinni æfingu fóru tveir fararstjórar með hópinn í verslunarmiðstöð þar sem nokkrir misstu sig í innkaupum. Urðum að minna suma á að við værum þegar með yfirvigt. Nokkrir ætluðu að læðast í nammibarinn en voru stoppaðir.
Þegar við höfðu verið í verslunarmiðstöðinni þá var haldið gangandi niður í miðbæ þar sem leikmenn fengu lausan tauminn.
Allir voru síðan komnir uppá hótel um 19:30 í mat. Að honum loknum var haldinn fundur og andstæðingur morgundagsins kortlagður.  Fór Sergei síðan yfir það hvað það er sem gerir liða að meisturum og sköpuðust skemmtilegar umræður um hans áherslu punkta.  Að því loknu var komin þreyta í mannskapinn og var ákveðið að halda í háttinn og vera vel hvíldir undir átök morgundagsins.

Góða nótt frá Serbíu

Stefán Örn
Fararstjóri