Dagur 5 - U18 í Serbíu

Dagurinn byrjaði snemma í dag, Steini og Bjössi vöktu alla upp klukkan 07:45 í morgunmat sem gekk hratt fyrir sig og var haldið af stað á morgun æfingu klukkan 08:30.  Þegar komið var í höllina gerðu strákarnir sig klára fyrir æfingu og var haldið á svellið klukkan 09:15. Æfðu strákarnir leikatriði sem beita átti gegn Eistlendingunum um eftirmiðdaginn.

Eftir æfinguna fórum við í minnstu hokkíbúð í heimi seldi styrktar kylfur frá alþjóða íshokkísambandinu og Sherwood T70 kylfur ásamt einu pari af legghlífum. Nokkrir okkar leikmenn voru orðnir kylfulausir og þurftu þeir að fjárfesta í nokkrum svoleiðis.

Fórum við síðan uppá hótel þar sem beið okkar ljúffengur hádegisverður sem borðaður var af bestu lyst. Eftir það fór strákarnir til herbergja í slökun fyrir leik. Á leiðinni til herbergja ákváðu 9 leikmenn að fara í lyftu fyrir 6 og það þurfti ekki að spyrja af því en að hún festist og sumir öskruðu eins og litlar stelpur(nefnum engin nöfn). Klukkan 14:30 lögðum við síðan af stað niður í skautahöll í leikinn gegn Eistlandi. Verður leiknum ekki gerð frekari skil hér. Þau sem vilja kynna sér upplýsingar um hann geta fundið hann á vefnum hjá www.iihf.com

Var frekar niðurlútur hópur sem hélt heim á hótel í kvöldmat.

Þegar fór að líða að miðnætti voru Bjössi, Andri, Siggi og Daníel lagstir með Gullfoss og Geysir. Daníel Steinþór var þá ný stiginn upp úr flensunni. Lítur ekki vel út fyrir morgundaginn.

Góða Nótt frá Gullfoss og Geysi í Serbíu

Stefán Örn
Farastjóri