Liðið átti ágæta æfingu í gærmorgun en fundu vel fyrir flug- og tímamismunarþreytu. Síðan leið dagurinn við ýmsa iðju, sumar bókuðu sig í tíma hjá Tinnu sjúkraþjálfara og Johani kiropraktor og aðrar fóru í gönguferðir í nærliggjandi verslanir. Nokkrar tóku leigubíla í verslanamiðstöðvar og fóru misjafnar sögur af hversu ódýrt er hér. Greinilega er hægt að gera góð kaup því Guðlaug markmaður keypti t.d. flotta hlaupaskó helmingi ódýrari en heima.
Dagurinn í dag var tekinn snemma, morgunverður kl. 7.30 og svo var haldið beint á stutta ísæfingu. Líðanin var allt önnur og betri þannig að nú gat liðið fundið sitt fyrra form og komist í rétta gírinn en fyrsti leikur mótsins er Ísland - Belgía kl.13.00. Stelpurnar stefna svo á opnunarhátið mótsins kl. 20.00 í kvöld þegar Kórea á sinn fyrsta leik og verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt af stað bæði hjá gestgjöfunum sem og hinum liðunum.
Stelpurnar okkar eru allavega tilbúnar í slaginn og við spýtum á eftir þeim.
mó