Nú er unnið að fullu að undirbúningi ferðar U18 ára landsliðsins til Novi Sad í Serbíu.
Endanleg fararstjórn verður birt á mánudaginn en nú liggur ljóst fyrir að Stefán Þórisson verður fararstjóri, þjálfari liðsins er Sergei Zak og honum til aðstoðar er Daniel Kolar.
Einnig hefur verið ákveðið hvað hver leikmaður þarf að greiða vegna ferðarinnar. Upphæðin er kr. 65.000.- Mjög brýnt er að leikmaður tilkynni til okkar ef hann treystir sér ekki með af fjárhagslegum eða öðrum ástæðum sem fyrst.
Unnið er í því að setja fjáröflnunarverkefni í gang og vonandi getum við kynnt þau sem fyrst.
Við bendum á að póstlisti er í gangi fyrir fréttir af tenglinum fyrir U18 ára liðið og við hvetjum leikmenn og forráðamenn þeirra til að gerast áskrifendur að honum þar sem það auðveldar samskiptin.
Samkvæmt okkar skoðun eru fimm nýliðar í liðinu. Gott væri ef foreldrar þeirra hefðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma.
HH