Frá leik Ynja og Ásynja Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Nú fer að sjá fyrir endann á deildarkeppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Í karlaflokknum eru eftir þrír leikir en í kvennaflokknum eru eftir tveir leikir. Leikir kvöldsins eru tveir og eru þeir í sitthvorum flokknum.
Í Skautahöllinni í Laugardal mætast klukkan 20.15 Skautafélag Reykjavíkur og Húnarnir. Staðan í deildinni er nokkuð ljós hvað SR-inga varðar því þeir hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitum og deildarmeistaratitilinn. Húnarnir eiga leikinn gegn SR eftir en einnig leik gegn Víkingum sem fram fer hinn 3. mars. Sá leikur gæti orðið að úrslitaviðureign um hvort Björninn eða Víkingar fara í úrslit en þó veltur það á úrslitunum í leik SR og Víkinga nk. föstudag.
Í Skautahöllinni á Akureyri mætast klukkan 20.30 lið Ásynja og Ynja. Þetta er síðasti leikur Ynja og með sigri geta þær náð Ásynjum að að stigum. Ásynjur eiga hinsvegar leik til góða gegn SR um næstu helgi þar sem þrjú stig verða í boði. Ásynjur hafa einungis tapað einum leik á þessu tímabili en það var gegn Birninum fyrir stuttu.
HH