Úr leik Ynja og Ásynja fyrr í vetur Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Ásynjur og Ynjur léku á íslandsmótinu í meistaraflokki kvenna í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum Ynja. Staðan að loknum hefðbundnum leiktíma var jöfn 3 – 3.
Rétt eins og karlaleikurinn sem var fyrr um kvöldið vantaði ekki spennuna í leikinn hjá konunum.
Fyrsta lota var reynda markalaus en í annarri lotu náðu Ynjur tveggja marka forystu með mörkum frá Védísi Áslaugu Valdemarsdóttir og Thelmu Maríu Guðmundsdóttir. Ásynjur náðu að minnka muninn með marki frá Önnu Sonju Ágústsdóttir þegar um sjö mínútur voru eftir af lotunni og staðan því 1 – 2 fyri Ynjum eftir aðra lotu.
Í byrjun þriðju lotu skoraði Védís Áslaug Ynjum í 1 – 3 forystu sem hélt allt þar til um miðja lotu að Birna Baldursdóttir minnkaði muninn fyrir Ásynjur. Lengi vel leit út fyrir að Ynjur ætluðu að innbyrða sigurinn en 36 sekúndum fyrir leikslok jafnaði Linda Brá Sveinsdóttir metin fyrir Ásynjur og framlenging var staðreynd.
Lengi vel leit út fyrir að fara þyrfti í vítakeppni en þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af framlengingunni náði Anna Sonja að tryggja Ásynjum aukastigið sem í boði var.
Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 0/1
Guðrún Blöndal 0/1
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1
Refsingar Ásynjur: 4 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Védís Áslaug Valdemarsdóttir 2/0
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1
Guðrún Marin Viðarsdóttir 0/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
HH