Fréttir

SA Víkingar - Björninn umfjöllun

SA Víkingar og Björninn áttust við í gærkvöld og lauk leiknum með sigri SA Víkinga sem gerðu átta mörk gegn einu marki gestanna úr Birninum. Með sigrinum náðu Víkingar þriggja stiga forskoti á Bjarnarmenn í toppsæti deildarinnar en þeir eiga jafnframt leik til góða á móti SR-ingum sem fram fer á morgun á Akureyri.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla. Fyrri leikurinn hefst klukkan 19.30 á Akureyri en þar mætast SA Víkingar og Björninn. Skömmu síðar eða klukkan 20.00 mætast síðan í Laugardalnum SR og UMFK Esja.

SA Ásynjur - SR umfjöllun

Einn leikur fór fram í meistaraflokki um helgina en þá mættust SA Ásynjur og SR í kvennaflokki. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki SR-kvenna.

4. flokkur Bautamót - úrslit

Um helgina var haldið svokallað Bauta-mót í 4. flokki á Akureyri. Mótið var hraðmót en spilaðir voru níu leikir í mótinu.

Leikir helgarinnar

Leikir helgarinnar eru tíu en þó fer einungis einn leikur fram í meistaraflokki en það er leikur SA Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 20.15 á morgun laugardag.

Frestun

Leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fyrirhugaður var í skautahöllinni á Akureyri í kvöld er frestað vegna veðurs. Fyrrnefndur leikur hefur verið settur á fimmtudaginn 22. janúar nk. og hefst hann klukkan 19.30.

UMFK Esja - Björninn umfjöllun

Björninn og UMFK Esja mættust í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk án þess að Esja næði að svara fyrir sig.

Leikur kvöldsins

Fyrirhugað var að leika tvö leiki á íslandsmóti karla í kvöld en vegna veðurs og færðar hefur leik SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fara átti fram á Akureyri verið frestað til nk. fimmtudags. Leikur UMFK Esju og Bjarnarins mun hinsvegar án nokkurs vafa fara fram en liðin mætast í skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 20.00. Bæði lið byrjuðu árið nokkuð.................

SR - Ynjur umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur mættust tvívegis um liðna helgi og fóru leikirnir fram í Laugardalnum á laugar- og sunnudegi.

Hokkíhelgin

Tveir leikir fara fram á íslandsmóti kvenna um helgina en í báðum tilvikum mætast Skautafélag Reykjavíkur og SA Ynjur.