Fréttir

Æfingabúðir

Þessa helgina fara engnir leikir fram í deildum okkar heldur verður helgin notuð fyrir æfingabúðir hjá U20 ára landsliðinu.

Afmæli

Í dag, 6. Nóvember, heldur Íshokkísamband Íslands upp á tíu ára afmæli sitt sem sérsamband fyrir íshokkííþróttina en fram að þeim tíma hafði sambandið verið deild innan Skautasambands Íslands.

SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Björninn bar í gærkvöld sigurorð af SA Víkingum með tveimur mörkum gegn engu í meistaraflokki karla en leikurinn fór fram á Akureyri.

SR - UMFK Esja umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur bar í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með þremur mörkum gegn engu en liðin mættust í Laugardalnum í gærkvöld.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og báðir eru þeir í meistaraflokki karla.

UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

Seinni leikur helgarinnar var leiku UMSK Esju og SA Víkinga sem fram fór á laugardagskvöldinu. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki Esjumanna.

SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur bar á föstudaginn sigurorð af Birninum á íslandsmóti karla í íshokkí með fjórum mörkum gegn þremur í framlengdum leik.

Hokkíhelgin

Þrír leikir eru á dagskrá þessa helgina og fara þeir allir fram í Laugardalnum. Tveir leikjanna eru í meistaraflokki karla en einn í 3. flokki.

Félagaskipti

Á morgun, laugardag, lokar glugginn fyrir erlend félagaskipti og er þá bæði innlendur og erlendur félagaskiptagluggi lokaður það sem eftir lifir tímabils.

SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í kvennaflokki áttust við í gærkvöld og fór viðureignin fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri gestanna úr Birninum sem gerðu tíu mörk án þess að heimakonur næðu að svara fyrir sig.