Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Fyrirhugað var að leika tvö leiki á íslandsmóti karla í kvöld en vegna veðurs og færðar hefur leik SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fara átti fram á Akureyri verið frestað til nk. fimmtudags.

Leikur UMFK Esju og Bjarnarins mun hinsvegar án nokkurs vafa fara fram en liðin mætast í skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 20.00. 

Bæði lið byrjuðu árið nokkuð vel en heimamenn í Esju náðu í fyrsta leik ársins að bera sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur en þetta var jafnframt fyrsti sigur Esju á SR á tímabilinu. Fríið sem kom til í desember kom Esju nokkuð vel því leikmenn sem höfðu verið meiddir eða tæpir á því fengu tíma til að jafna sig og því hefur leikmannahópur þeirra þéttari en áður. Bjarnarmenn hafa sjálfsagt komið mörgum á óvart þennan veturinn. Liðið er nú í öðru sæti og mætir með sitt sterkasta lið í kvöld. Edmunds Induss og Jón Árni Árnason hafa bæst í hópinn, eftir að hafa verið erlendis fyrripart vetrar, ásamt því að Brynjar Bergmann er kominn til baka eftir stutt frí.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH