26.12.2014
Að þessu sinni er jólahokkíhelgi í gangi því í dag, laugardag, fara fram tveir leikir á Akureyri á íslandsmóti.
19.12.2014
Miðvikudagur rann upp og aftur var kominn frídagur. Leikmenn fengu því að sofa út og voru ekki vaktir fyrr en rétt eftir klukkan átta.
17.12.2014
Ásynjur og Ynjur áttus við í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Ynja. Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en í hin tvö skiptin hafa Ásynjur haft töluverða yfirburði og unnið örugga sigra.
17.12.2014
Ekki er hægt að fullyrða með algjörri vissu að allir leikmennirnir hafi verið vaknaðir klukkan 6.30 en í það minnsta mættu þeir allir í morgunverð á þeim tíma. Hálftíma æfing var á dagskránni klukkan 07.45 en andstæðingar okkar að þessu sinni, Króatar, ákváðu að sofa út. Æfingin var let enda mest verið að leggja áherslu á að vekja líkama leikmanna upp fyrir leik dagsins sem að þessu sinni hófst klukkan 13.00.
15.12.2014
Við leyfðum hokkí-manni og konu ársins að eiga forsíðuna á ÍHÍ síðunni í gær og óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með titlana. En nú að keppninni í Jaca. Þegar komið er að öðrum degi eru allir hlutir á mótsstað komnir í nokkuð fastar skorður og uppfrá því er þetta meira og minna endurtekið efni.
15.12.2014
Íshokkímaður ársins 2014 er Björn Róbert Sigurðarson leikmaður Aberdeen Wings, sem leikur í NAHL deildinni í Ameríku.
15.12.2014
Íshokkíkona ársins 2014 er Linda Brá Sveinsdóttir sóknarmaður og fyrirliði hjá Ásynju liðs Skautafélags Akureyrar. Linda Brá er fædd 1. júlí 1990 og hóf að leika íshokkí haustið 2007.
14.12.2014
Annar dagur ferðarinnar reyndist mönnum misjafnlega erfiður og þá sérstaklega með tilliti til þess að vakna um morguninn og koma sér í morgunmat. En allt hafðist þetta nú á endanum.
12.12.2014
Landslið skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri var rétt í þessu að klára fyrstu æfingu sína hér í Jaca á Spáni. Ferðalagið gekk stórslysalaust en alls kom liðið úr fjórum áttum að þessu sinni.