Fréttir

SA Víkingar - SR umfjöllun

Síðari leikur helgarinnar og jafnframt lokaleikur íslandsmóts karla var leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fór á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu tvö mörk án þess að Víkingar næður að svara fyrir sig.

Esja - Björninn umfjöllun

Fyrri meistaraflokksleikur helgarinnar í karlaflokki var leikur UMFK Esju og Bjarnarins síðastliðinn föstudag. Leiknum lauk með sigri Esju sem gerði níu mörk gegn einu marki Bjarnarmanna.

DAGBÓK KVENNALANDSLIÐS - 3. FÆRSLA

Í morgun var ræs og smá morgunmatur um kl 6.30. Strax eftir morgunmat var rölt af stað í höllina og æfing 07.15 í klukkutíma. Eftir æfinguna var það góður morgunmatur hér á hótelinu og Sarah og Anna Sonja tóku línufundi með þeim. Um kl.11 var lagt af stað í höllina og þær gerðu sig klárar í fyrsta leikinn sinn sem var jafnfram fyrsti leikur mótsins.

Dagbók kvennalandsliðs - 2. færsla

Í morgun var ræs kl. 8.30 og morgunmatur kl. 9. Þá var haldið af stað á fyrstu æfinguna. Hér er ekki alveg sama „bíla-menningin“ og heima á Íslandi – hér er bara labbað þegar fólk fer á mill staða.

Dagbók kvennalandsliðs - 1. færsla

Þá er loks komið að ferðadegi

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af fjórum leikjum hér innanlands en einnig mun kvennalandliðið hefja leik í 2. deild á HM á morgun.

SA Víkingar - UMFK Esja umfjöllun

A Víkingar báru í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með þremur mörkum gegn tveimur. Með sigrinum héldu Víkingar toppsæti sínu í deildinni, tveimur stigum á undan SR, en liðin mætast eimitt í lokaleik deildarkeppninnar nk. laugardag á Akureyri.

SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í meistaraflokki karla í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki Bjarnarins. Með sigrinum tryggðu SR-ingar sér sæti í úrslitakeppninni sem fram ferð innan skamms.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla. Leikið er í báðum skautahallarlandshlutum að þessu sinni og þvi ættu hokkíáhugamenn að fá þorsta sínum í hokkí svalað. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninnni sem lýkur um næstu helgi.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins að þessu sinni eru tveir og báðir í meistaraflokki karla. Leikið er í báðum skautahallarlandshlutum að þessu sinni og þvi ættu hokkíáhugamenn að fá þorsta sínum í hokkí svalað. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninnni sem lýkur um næstu helgi.